Sex plötur hlutu Kraumsverðlaunin

Kraumsverðlaunahafarnir í ár.
Kraumsverðlaunahafarnir í ár. Ljósmynd/Brynjar Snær

Kraumsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í dag en þeim og úrvalslista verðlaunanna, Kraumslistanum, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika, eins og segir á vef verðlaunanna.

Þar segir einnig að þau snúist ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild og þeim sex hljómplötum sem ár hvert hljóta Kraumsverðlaunin.

Plöturnar sex sem verðlaunin hljóta í ár eru: JÆJA með Bagdad Brothers; plata Auðar, Afsakanir; plata Kælunnar Miklu, Nótt eftir Nótt; Hvað ef með GDRN, Pottþétt Elli Grill, plata Ella Grill, og plata ROHT, Iðnsamfélagið og framtíð þess.

Verðlaunahafar komu saman á Bryggjunni brugghúsi úti á Granda þar sem verðlaunin voru kynnt og afhent og gerðu sér glaðan dag, auk þess sem boðið var upp á tónlistaratriði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson