Íslensk verk tilnefnd til PEN-verðlauna

Kristín Svava Tómasdóttir rithöfundur. Bók hennar, Stormviðvörun, er tilnefnd til …
Kristín Svava Tómasdóttir rithöfundur. Bók hennar, Stormviðvörun, er tilnefnd til PEN-verðlaunanna. mbl.is/Golli

Bækur eftir íslensku skáldin Sjón og og Kristínu Tómasdóttur hafa verið tilnefndar til bandarísku PEN-bókmenntaverðlaunanna, en bæði verkin komu út vestanhafs í enskum þýðingum á þessu ári.

Ljóðabók Kristínar, Stormviðvörun (e. Stormwarning) er tilnefnd til PEN-verðlaunanna í flokki þýddra ljóðabóka, en bókin kom út á íslensku árið 2015. K.B. Thors þýddi bókina yfir á ensku úr íslensku.

Bókin Codex 1962 eftir Sjón, Sigurjón Birgi Sigurðsson, er svo tilnefnd til PEN-þýðingarverðlaunanna, sem veitt eru fyrir bestu þýðinguna á skáldverki í fullri lengd. Victoria Cribb þýddi bókina yfir á ensku úr íslensku. Verkið kom út á íslensku árið 2016.

Báðar eru bækurnar á svokölluðum „langlista“ (e. longlist) yfir tilnefndar bækur, en endanlegar tilnefningar verða kynntar í janúar. PEN-verðlaunin verða svo veitt við hátíðlega athöfn í New York 26. febrúar næstkomandi.

Hér má sjá tilnefningar til PEN-verðlaunanna

Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón). Bók hans Codex 1962 er tilnefnd …
Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón). Bók hans Codex 1962 er tilnefnd til PEN-verðlauna. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler