Tvífari „Ross“ handtekinn

Líkindin með Schwimmer og manninum sem grunaður er um þjófnaðinn …
Líkindin með Schwimmer og manninum sem grunaður er um þjófnaðinn í Blackpool eru óneitanlega sláandi. Husseini er hægra megin á samsettu myndinni. Ljósmynd/Facebook David Schwimmer og Lögreglan í Blackpool

Abdulah Husseini, sem vakti athygli samfélagsmiðlanotenda vegna þess hve líkur hann þykir Friends-leikaranum David Schwimmer, hefur nú verið handtekinn, eftir að hann mætti ekki í dómsal á tilskildum tíma. Guardian greinir frá.

Það vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum er breska lögreglan birti mynd úr eftirlitsmyndavél af Husseini í tengslum við þjófnað á veitingastað í Blackpool.

Fjölmargir bentu á að maðurinn á myndinni líktist mjög svo Schwimmer og má raunar segja að lögregla hafi fengið flóðbylgju ábendinga tengdar leikaranum. Schwimmer sjálfur tók einnig þátt í umræðunni og birti á samfélagsmiðlum mynd af sjálfum sér, sambærilega myndinni úr eftirlitsmyndavélinni, þar sem hann sór og sárt við lagði að hann hefði verið í New York er glæpurinn átti sér stað.

Greint var frá því í lok síðasta árs að tekist hefði að finna Husseini og var í kjölfarið lögð fram ákæra gegn honum fyrir svik og þjófnað. Hann lét svo ekki sjá sig fyrir rétti er mál hans var tekið fyrir af dómstólnum í Blackpool og var þá gefin út handtökuskipun.

Að sögn lögreglunnar í Lancashire var Husseini handtekinn í síðustu viku, en hann átti fleiri ákærur yfir höfði sér en vegna þjófnaðarins í Blackpool.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson