Bandaríski leikarinn Jussie Smollet þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðborg Chicago í Bandaríkjunum á þriðjudag. Lögreglan þar í borg rannsakar málið sem hatursglæp en samkvæmt vitnum varð Smollet fyrir árásinni vegna hörundslitar síns og kynhneigðar, en Smollet er samkynhneigður.
Smollet varð fyrir árás tveggja manna sem nálguðust hann á götunni og kölluðu rasísk ummæli að honum. Þeir komu snöru fyrir um háls hans, helltu óþekktum vökva yfir hann og börðu hann áður en þeir flúðu af vettvangi.
Smollet kom sér sjálfur á næsta sjúkrahús þar sem hann fékk aðhlynningu. Hann útskrifaðist stuttu seinna. Hann er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire.