Davíð Þór verðlaunaður

Davíð Þór Jónsson. Myndin er úr safni, frá tónleikum um …
Davíð Þór Jónsson. Myndin er úr safni, frá tónleikum um borð í strætisvagni á Listahátíð í Reykjavík. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Davíð Þór Jónsson tónskáld hlaut í dag Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin 2019 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Verðlaunin voru afhent með viðhöfn í norrænu sendiráðunum í Berlín í dag, en þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt. RÚV greindi fyrst frá þessu.

STEF tilnefndi Davíð til verðlaunanna, sem bera heitið Harpa, fyrir hönd Íslands, en þetta er í þriðja sinn á einungis fjórum árum sem íslenskt tónskáld hlýtur þessi verðlaun.

Daníel Bjarnason fékk verðlaunin fyrir tónlist sína í Undir trénu í fyrra og árið 2016 var það Atli Örvarsson sem hreppti hnossið, fyrir tónlistina í Hrútum.

Hér að neðan má sjá mynd sem sendiráð Íslands í Berlín tók af þeim Benedikt Erlingssyni leikstjóra og Davíð Þór við athöfnina í dag.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant