Ólafur Darri í hryllingsþáttum AMC

Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki Bing Partridge.
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki Bing Partridge. Ljósmynd/Zach Dilgard/AMC

Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk Bing Partridge í nýjum þáttum AMC „NOS4A2“. Mun hlutverkið vera nokkuð fjarri réttsýna lögreglumanninum í Ófærð þar sem Bing byrlar sakleysingjum ólyfjan í þjónustu fyrir illmennið Charlie Manx, en Zachary Quinto fer með hlutverk hans.

Þetta kemur fram á vefsíðu þáttanna.

Manx er sagður þokkafullur og ódauðleg vera sem lifir á sálum barna, lík þeirra losar hann sig við á stað sem hann kallar Jólaland sem er köld og geðsjúk útgáfa af jólaþorpi þar sem eru jól alla daga og bannað að vera óhamingjusamur. Helsta ósk Bing er að komast til Jólalands.

„NOS4A2“-þættirnir eru byggðir á bók með sama heiti, en nafnið er vísan til Nosferatu sem er hryllingsmynd frá 1922 um Drakúla. Þættirnir eiga hins vegar ekki mikið sameiginlegt með þeirri sögu.

Fyrstu tveimur þáttunum leikstýrir Kari Skogland sem er helst þekkt fyrir „Handmaid's Tale“.

Zachary Quinto í hlutverki Charlie Manx.
Zachary Quinto í hlutverki Charlie Manx. Ljósmynd/Zach Dilgard/AMC
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant