Telja að Hatari geti unnið Eurovision

Fer Hatari alla leið í Tel Aviv í maí?
Fer Hatari alla leið í Tel Aviv í maí? mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er lagið sem allir í Evrópu tala um þessa stundina,“ segir einn þriggja álitsgjafa vefjarins Wiwibloggs, sem fjallar um Eurovision keppnina. Álitsgjafarnir eru mjög hrifnir af framlagi Íslands í keppninni í ár og telja að það geti náð langt.

„Þú annað hvort elskar það eða hatar það,“ bætir álitsgjafinn við í Youtube-myndskeiði þar sem fjallað er um Hatara.

Lagið sveiflist á milli góðs og ills eða eins og mennirnir segja „frá djöflinum að englinum“ þar sem engillinn er þá Klemens Hannigan, sem syngur háu tónana í laginu Hatrið mun sigra.

„Lagið greip mig við fyrstu hlustun,“ sagði annar álitsgjafinn. „Ég held að margir verði mjög hrifnir af laginu en ég er mjög hrifinn af því. Ég er hrifinn af öllu atriðinu, það er einstakt. Ísland hefur ekki tekið áhættu í mörg ár en gerir það núna.“

Álitsgjafarnir velta því upp hvort Hatari geti unnið Eurovision og telja að til þess muni liðsmenn Hatara þurfa að sýna „mjúku“ hliðarnar á sér í aðdraganda keppninnar.

„Ég tel að það sé möguleiki að Ísland gæti unnið Eurovision með þessu lagi. Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða án þess að heyra öll lögin en miðað við lögin sem ég heyrt hingað til eru fá sem keppa við þetta,“ segir einn álitsgjafanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson