Flaug fyrr heim úr fríi og sigraði

Aaron Ísak Berry bar sigur úr býtum í söngkeppni framhaldsskólanna.
Aaron Ísak Berry bar sigur úr býtum í söngkeppni framhaldsskólanna. Skjáskot/RÚV

„Ég stefni á að vinna við tónlist í framtíðinni,“ segir Aaron Ísak Berry nemandi Tækniskólans sem bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna á laugardaginn síðastliðinn. 

Aaron flutti lagið „Love of my life“ sem stór­sveit­in Qu­een gerði ódauðlegt. Lagið hefur honum alltaf þótt fallegt og það hentar einnig raddsviði hans og því varð það fyrir valinu. 

„Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Ég var í algjöru sjokki þegar ég heyrði nafn Tækniskólans. Ég var frosinn á sviðinu og mér leið eins og þetta væru 10 mínútur,“ segir Aaron og hlær. 

Föðurfjölskylda Arons er frá Bandaríkjunum en móðir hans er íslensk. Hann var einmitt í heimsókn í Flórída í Bandaríkjunum með fjölskyldunni fram á laugardag. „Ég kom fyrr heim til að taka þátt í keppninni. Ég lenti um morguninn klukkan sjö og var fljótlega kominn í prufur fyrir kvöldið,“ segir Aaron. Ferðaþreytan hefur greinilega ekki haft áhrif á tónlistarflutning Aarons sama dag.  

Aaron lærði söng í Söngskóla Maríu Bjarkar fyrir nokkrum árum en hann langar að sækja sér frekari menntun á þessu sviði. Hann er annars duglegur að syngja og hefur birt nokkur tónlistarmyndbönd á youtube. Uppáhaldstónlistarkonan hans er Mariah Carey auk annarra tónlistarmanna sem flytja R&B-tónlist. Hann langar að flytja og semja slíka tegund tónlistar í framtíðinni og vonar að hann eigi eftir að setja mark sitt á íslensku R&B-tónlistarsenuna.    

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler