Eins og „reunion“ fyrir „eitís-unglingana“

Duran Duran í dag: (F.v.) Rogert Taylor, John Taylor, Simon …
Duran Duran í dag: (F.v.) Rogert Taylor, John Taylor, Simon Le Bon og Nick Rhodes. Upphaflega voru þeir fimm en Andy Taylor hætti árið 2006.

Í augum sumra eru þeir eflaust tákngervingar 9. áratugarins, sem stundum er kallaður eitís á slæmri íslensku. Þau sem fylgjast með ferli þeirra vita að þeir eru afar ötulir við tónleikahald og lagasmíðar sem hefur aflað þeim nýrri og yngri aðdáenda. Og svo eru það þau sem fá ljóma í augu og roða í kinnar og ferðast á ljóshraða aftur til ársins 1982 þegar beðið var með óþreyju eftir næsta Bravo-blaði og næsta þætti af Lögum unga fólksins, sem þá voru nánast einu leiðirnar fyrir unglinga þess tíma til að fylgjast með straumum og stefnum í tónlist.

Hér er verið að skrifa um bresku hljómsveitina Duran Duran, sem líklega var vinsælasta hljómsveit heims fyrri hluta 9. áratugarins, en í gær bárust þau tíðindi að hún hygði á tónleikahald hér á landi 25. júní næstkomandi í Laugardalshöll. Það verður í annað skipti sem sveitin sækir landið heim, það fyrra var 2005 og þá voru tónleikarnir í Egilshöll.

Viðburðafyrirtækið Mono heldur tónleikana. Björgvin Þór Rúnarsson, kynningarstjóri Mono, segir að viðræður hafi staðið yfir í u.þ.b. ár, hljómsveitin sé í raun ekki á eiginlegri tónleikaferð, heldur velji liðsmenn hennar nokkur lönd sem þá langar til að halda tónleika í. „Þeir héldu t.d. fimm tónleika í Bandaríkjunum í febrúar og verða í Óðinsvéum í Danmörku þremur dögum eftir að þeir verða hérna,“ segir Björgvin.

Að sögn Björgvins mun sveitin spila ný og gömul lög í bland. Margir komi væntanlega fyrst og fremst til að heyra eldri lögin en mörg af nýrri lögum sveitarinnar hafi fengið góðar viðtökur og án efa muni þess gæta á tónleikunum.

Höfði til stórs hóps

Spurður hvort ekki sé farið að sljákka í hljómsveitinni í ljósi hækkandi aldurs, en Simon Le Bon söngvari sveitarinnar er sextugur, kveður Björgvin nei við. „Hér er ekki verið að dusta rykið af einu eða neinu. Þeir eru í fínu formi, fengu mjög góða dóma fyrir tónleikana í Bandaríkjunum fyrir stuttu og kunna svo sannarlega að skemmta fólki.“

10.000 miðar verða í boði og hann segir að ekki hafi verið rætt um hvort boðið verði upp á aukatónleika, fari svo að færri fái miða en vilji. „Það er ekki rætt á þessu stigi málsins.“

Björgvin segir erfitt að fullyrða um til hverra tónlistin höfði helst. „Mér finnst líklegt að það sé mjög stór hópur. Við gerum ráð fyrir að þeir sem voru Duran-aðdáendur í gamla daga hafi mikinn áhuga á tónleikunum. Ætli þetta verði ekki eins og eitt stórt „reunion“ fyrir „eitís“- unglingana,“ segir Björgvin og hlær.

Andy hætti og eftir eru fjórir

Ungir menn á níunda áratugnum. Duran Duran var ein vinsælasta …
Ungir menn á níunda áratugnum. Duran Duran var ein vinsælasta hljómsveit í heimi á þeim tíma.
Duran Duran var stofnuð af John Taylor og Nick Rhodes í Birmingham árið 1978 og nokkru síðar slógust þeir Roger og Andy Taylor og Simon Le Bon í hópinn. Fyrsta plata sveitarinnar, sem hét einfaldlega Duran Duran kom út 1981 og varð geysivinsæl. Svo heppilega vildi til að tónlistarstöðin MTV hóf göngu sína um svipað leyti og Duran Duran-piltar áttuðu sig snemma á þeim möguleikum sem tónlistarmyndbönd buðu upp á og nýttu sér þá óspart. Vinsældirnar jukust enn meira með næstu plötu, Rio, sem kom út 1982 og þeirri þriðju, Seven and the Ragged Tiger, sem kom út 1983.

Duran Duran kom fram á Band Aid-tónleikunum 1985 og hugðust meðlimir taka sér stutt hlé að þeim loknum eftir að hafa verið undir miklu álagi í fjögur ár. Svo fór þó að fimmmenningarnir fóru hver í sína áttina og komu ekki saman fyrr en 2003. Sú sæla var skammvinn, því að Andy var rekinn úr sveitinni 2006 og var ástæðan sögð „óleysanlegur ágreiningur“. Þeir fjórir sem eftir voru hafa síðan þá haldið nafni Duran Duran á lofti, starfað með ýmsum vinsælum tónlistarmönnum og segjast hvergi nærri hættir. Alls hafa komið út 14 plötur með sveitinni, sú síðasta árið 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson