Er enn að koma fram og nemur leiklist

Limahl var dáður og dýrkaður á 9. áratugnum og þótti …
Limahl var dáður og dýrkaður á 9. áratugnum og þótti með ákaflega fallegt hár.

Flestir minnast hans einkum fyrir samnefnt lag sem samið var fyrir kvikmyndina The Never Ending Story, og smellinn Too Shy, aðrir muna enn betur eftir hárgreiðslu hans, sem mörgum þótti ein sú fallegasta sem sést hafði á 9. áratugnum.

Limahl, Christopher Hamill, er nýorðinn sextugur og þrátt fyrir að hafa kannski ekki komið með nýtt efni til mikilla vinsælda eftir að 9. áratugnum lauk er hann enn að koma fram og syngja. Eru þau atriði þá einkum byggð í kringum vinsældalög hans á 9. áratugnum, svo sem Too Shy, sem varð afar vinsælt í kringum 1980 en þá söng hann með hljómsveitinni Kajagoogoo.

 Í viðtali við breska vefmiðilinn Nottinghampost segir Limahl að hann elski að koma fram og sjá enn í dag stóran hóp aðdáenda sinna með „Limahl-hárkollur“.

Limahl er í leiklistarnámi í dag.
Limahl er í leiklistarnámi í dag.

Sjálfur er Limahl nýbúinn að ljóstra því upp að hann sé í leiklistarnámi og sé þegar búinn með tvö ár af því en þar fyrir utan elskar hann garðyrkju og vill helst eyða tímanum þar. Limahl á eiginmann til 25 ára, Steve Evans, og telur það stóran kost að Evans hafi aldrei verið aðdáandi hans og raunar ekki haft hugmynd um að hann væri Limahl, í upphafi, enda söngvarinn þá með aðeins minna tryllta hárgreiðslu. Limahl segist oft hafa lent í tækifærissinnuðu fólki sem vildi bara kynnast honum út af því hver hann var.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson