Rætist spá sérfræðingsins?

Hatari á sviðinu hér á landi.
Hatari á sviðinu hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eurovisi­on-sér­fræðing­ur­inn Reyn­ir Þór Eggerts­son, eða Júró-Reyn­ir eins og hann hef­ur oft verið kallaður, er mjög bjartsýnn fyrir Íslands hönd vegna Eurovision-keppninnar sem fram fer í Ísrael í næsta mánuði. Ef spá Reynis rætist fer keppnin fram hér á landi á næsta ári.

Reynir birtir spá sína um hvaða lög lenda í efstu tíu sætunum á síðu þar sem aðdáendur geta spáð fyrir um röð laganna. 

Reynir Þór Eggertsson.
Reynir Þór Eggertsson. Mynd/Magasínið

Hann birtir spána á Twitter-síðu sinni og spyr hversu oft hann muni skipta um skoðun á næstu 25 dögum. Undankeppnirnar í Tel Aviv fara fram 14. og 16. maí og sjálft úrslitakvöldið er laugardaginn 18. maí.

Reynir gerir ráð fyrir sigri Hatara og spáir því að Ítalir muni hafna í öðru sæti. Hollendingar, sem veðbankar telja langsigurstranglegasta, hafna í þriðja sæti hjá Reyni. Þar á eftir koma Aserbaídsjan, Pólland, Svíþjóð, Rússland, Sviss, San Marinó og Spánn hafnar í tíunda sæti, gangi spá Reynis eftir.

Reynir sagði í samtali við mbl.is áður en úrslit Söngvakeppninnar fóru fram hér á landi í byrjun mars að það væri langskynsamlegast fyrir okkur að senda Hatara út. Mér finnst það flott lag, sér­stak­lega ger­ir viðlagið mikið fyr­ir lagið,“ sagði Reynir.

Hægt er að sjá spá Reynis hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant