Þegar Hammett varð fetlafól

Kirk gamli Hammett var í óvenjulegu veseni á tónleikum í …
Kirk gamli Hammett var í óvenjulegu veseni á tónleikum í Mílanó í vikunni. AFP

Kirk Hammett, gítarleikari Metallica, var svo óheppinn að hrasa og falla aftur fyrir sig á sviði á miðjum tónleikum í Mílanó í vikunni. Svo sást undir iljar honum.

Hann var þá að taka sóló í laginu Moth Into Flame en rann til á blautu fetlaborðinu með fyrrgreindum afleiðingum.

Sem betur fer varð Hammett ekki meint af fallinu og stóð jafnharðan á fætur. Gerði kappinn hlæjandi gys að seinheppni sinni áður en hann kláraði sólóið.

Að tónleikum loknum skellti hann sér beint á Instagram, birti myndir af fallinu og bætti við að svo blautt hefði verið í rigningunni í Mílanó að honum hefði liðið eins og hann væri að spila á hljóðfæri sitt í steypibaðinu heima.

Metallica er ennþá á Worldwired-túrnum sem standa mun fram á næsta ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen