Deilunni um Bittersweet Symphony lokið

Richard Ashcroft er ánægður með þessa niðurstöðu.
Richard Ashcroft er ánægður með þessa niðurstöðu. Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu við Bittersweet Symphony

Eitt merkilegasta deilumál rokksögunnar hefur verið til lykta leitt, en Richard Ashcroft, söngvari hljómsveitarinnar The Verve, greindi frá því í dag að liðsmenn Rolling Stones, þeir Mick Jagger og Keith Richards, hefðu ákveðið að afsala sér höfundarréttinum á laginu Bittersweet Symphony aftur til hljómsveitarinnar sem gaf lagið út árið 1997.

BBC greinir frá.

Bittersweet Symphony er eitt vinsælasta lag tíunda áratugar síðustu aldar, en liðsmenn The Verve hafa ekki fengið svo mikið sem eitt breskt pund í höfundarréttartekjur vegna lagsins síðastliðin 22 ár eftir að Rolling Stones-liðar lögðu þá í réttarsal.

Í laginu „sömpluðu“ Ashcroft og félagar í The Verve hluta af strengjaútsetningu frá Andrew Oldham Orchestra, sem byggði á laginu The Last Time eftir Rolling Stones.

Ver­ve-liðar höfðu meira að segja fengið leyfi fyr­ir notk­un­inni frá Rolling Stones með 50% hlut­deild í tekjum af laginu en umboðsmenn Stones sáu að þarna væri þó hægt að fá meira og sótt­ust eft­ir öll­um tekj­um af lag­inu, á þeim grundvelli að Verve hefði notað meira af laginu en samið hafði verið um.

Ashcroft sagði, er hann fékk í dag verðlaun fyrir ævistarf sitt í tónlist á Ivor Novello-verðlaununum í Bretlandi, að Mick Jagger og Keith Richards hefðu afsalað sér öllum höfundarrétti á Bittersweet Symphony, og bætti við að það hefði verið „fallega og göfugmannlega“ gert af þeim.

Ashcroft sagði jafnframt að að það hefði verið Allen Klein, fyrrverandi umboðsmaður Stones, sem bar alla ábyrgð á stöðunni. Hann sjálfur hefði aldrei átt í persónulegum deilum við liðsmenn Rolling Stones, jafnvel ekki þegar Jagger og Richards fengu Grammy-verðlaunin árið 1999, þá sem skráðir höfundar lagsins.

„Þeir hafa alltaf verið besta rokkband í heimi,“ segir Ashcroft við BBC, en hann þakkar þeim Jagger og Richards sömuleiðis fyrir að viðurkenna að það sé hann, en ekki þeir, sem hafi samið „þetta ****** meistaraverk“.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson