Missti pabba sinn og minnist hans með lagi

Kristina Bærendsen er færeysk söngkona.
Kristina Bærendsen er færeysk söngkona.

Færeyska söngkonan Kristina Bærendsen tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár með lagið Mama said. Söngkonan varð fyrir áfalli í ágúst í fyrra þegar hún missti föður sinn, Alex Bærendsen þann 1. Júní 2018 af slysförum. Hann var ein stærsta tónlistarstjarna Færeyinga en í sínu nýjasta lagi minnist hún pabba síns. Lagði Papa kom út í Færeyjum á dögunum og hefur fengið góðar viðtökur en lagið sjálft er eftir Svein Rúnar Sigurðsson. 

 „Sveinn Rúnar samdi lagið þar sem hann tengdi við sögu mína og söknuðinn þegar pabbi minn dó svo snögglega og svo ungur. Hann varð bara 65 ára og við vorum mjög náin. Svo var hann bara allt í einu farinn. Þegar Sveinn spurði mig hvort hann mætti semja lag við sögu mína og ég sagði honum að ég væri ekki tilbúin. En svo heyrði ég lagið og prufaði að syngja það. Svo sendi ég það á nokkra vini og fjölskyldu og það snerti við öllum. Allir grétu og töluðu um hvað þetta væri fallegt. Svo fór það í útvarp í Færeyjum um daginn og þá varð það strax spilað endalaust svo við ákváðum að senda það líka í útvarp hér heima,“ segir Kristina um lagið.

Samstarf Kristinu og Sveins Rúnars hófst þegar þau unnu saman í Söngvakeppni Sjónvarpsins en lagið Mama said komst í þriðja sæti í keppninni.  

„Lagið er samið um alla feður sem hafa kvatt en Kristina og saga hennar og sviplegur föðurmissir er innblásturinn,“ segir Sveinn Rúnar um lagið. 

„Sarah McGuffey samndi textann með mér við lagið en hún hefur unnið t.d. Með Cohen bræðrum og gert tónlist, texta og sungið við þeirra bíómyndir.“

„Lagið Papa er nú að fara á útvarpsstöðvar á Íslandi og svo erum við með næsta lag í smíðum þar sem við Valgeir Magnússon erum að klára lag með henni sem ætti að koma út nú síðsumars,“ segir Sveinn Rúnar um framhaldið á samstarfi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson