Nasarus þráir að spila á Nasa

Nasarus Lazarusson með nasaflautur tvær.
Nasarus Lazarusson með nasaflautur tvær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar listamaðurinn Nasarus kynntist nasaflautu árið 2016 umturnaðist líf hans.

„Þá gaf stórvinkona mín hún Bergljót mér lítinn pakka og þar var flautan. Ég hafði nú aldrei séð svona verkfæri áður og fór bara með þetta heim og prófaði að blása í alla enda og svo loksins kom hljóð. Við höfum eiginlega bara verið eitt síðan, ég og þessi flauta.“

Nasarus opnaði nýverið stórskemmtilega fésbókarsíðu þar sem hann tjáir sig um einkalífið og tengsl sín við flautuna. Þar mun hann birta sitt fyrsta frumsamda lag á alþjóðlegum degi nasaflautunnar fjórtánda júní.

Hleypir almenningi inn

„Það má segja að flautan hafi haft mjög umfangsmikil áhrif á mitt líf, að hún hafi bara breytt því alveg,“ segir Nasarus en í persónulegri færslu á fésbókarsíðu hans tjáir Nasarus sig um það þegar konan hans yfirgaf hann vegna flautunnar.

„Það er nú eitthvað sem ég vil svona síður ræða en konan gaf mér náttúrulega ákveðna kosti. Ég verð að segja svona eftir á að hyggja að það var ekki erfitt val af því að það er bara eitt verkfæri í þessum heimi sem á hjarta mitt og það er flautan.“

Nasaflautan „tröðkuð niður“

Staða nasaflautunnar er Nasarusi mikið hjartans mál. „Hún hefur í raun verið tröðkuð niður í samfélaginu. Henni hefur verið haldið niðri og hún ekki verið viðurkennd og ekki hennar réttindi. Hún er með stórt hjarta og hefur mikið að segja, hún er með litla rödd og ég hjálpa henni við að koma sínu á framfæri,“ segir Nasarus sem bætir því við að staða þessarar sérstöku flautu sé einstaklega slæm hérlendis.

Það er þó ekki alltaf dans á rósum fyrir Nasarus að spila á flautuna. „Ég er með skakkt miðsnes sem er algengt og ég blæs í raun bara með einni nös í flautuna. Ég þurfti svolítið að berjast til þess að koma mér af stað í þetta. Ég hef náð mér vel á strik núna og hef í raun náð einstöku lagi á að nota bara aðra nösina við blásturinn.“

Stóri draumur Nasarusar er svo að fá að spila á skemmtistaðnum Nasa.

„Annað hvort myndi ég vilja spila á Nasa við Austurvöll eða fyrir starfsmenn NASA vegna þess að það held ég að sé fólk sem skilur alveg hvað ég er að tala um og það sem ég hef gengið í gegnum.“

Um það hvort ekki sé erfitt að hleypa almenningi inn í einkalíf sitt, eins og Nasarus gerir á Facebook, segir hann: „Mér finnst ég vera að opna ákveðið Pandórubox með því að tala og ég veit að ég er náttúrulega á jaðrinum. Ég er bæði jaðarsettur tónlistarlega séð og jaðarsettur í samfélaginu sem einhleypur karlmaður sem býr hjá móður sinni. Ég lít á mig sem talsmann og rödd þessa jaðarhóps.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson