Gloria Vanderbilt látin

Vanderbilt skapaði sér nafn á áttunda og níunda áratugnum þegar …
Vanderbilt skapaði sér nafn á áttunda og níunda áratugnum þegar hún hóf hönnun sína og framleiðslu á gallabuxum. AFP

Bandaríska listakonan og tískudrottningin Gloria Vanderbilt er látin, 95 ára að aldri. Samkvæmt syni hennar og fréttamanninum Anderson Cooper lést hún umkringd fjölskyldu sinni á heimili sínu eftir baráttu við krabbamein.

Greint er frá andláti Vanderbilt á vef BBC, en hún var þekkt sem „aumingja litla ríka stelpan“ (e. poor little rich girl), enda barnabarnabarnabarn auðkýfingsins Cornelius Vanderbilt.

Vanderbilt skapaði sér nafn á áttunda og níunda áratugnum þegar hún hóf hönnun sína og framleiðslu á gallabuxum. „Gloria var málari, höfundur og hönnuður en líka frábær móðir, eiginkona og vinkona,“ segir Cooper um móður sína.

„Hún var 95 ára gömul, en spyrjið þá sem stóðu henni næst og þeir myndu segja hana yngstu, svölustu og nútímalegustu konu sem þau þekktu.“

Vanderbilt kynnir bók sína It Seemed Important At The Time
Vanderbilt kynnir bók sína It Seemed Important At The Time" árið 2004. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler