A$AP fékk skilorðsbundinn dóm

Rapparinn A$AP Rocky hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás.
Rapparinn A$AP Rocky hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. AFP

Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem handtekinn var í Stokkhólmi fyrr í sumar fyrir líkamsárás, var í dag fundinn sekur af sænskum dómstólum og hlaut skilorðsbundinn dóm. BBC greinir frá.

A$AP, sem er þrítug­ur og heit­ir réttu nafni Rakim Mayers, var hand­tek­inn vegna lík­ams­árás­ar 3. júlí ásamt þrem­ur öðrum eft­ir slags­mál á göt­um Stokk­hólms 30. júní. Hann var látinn laus úr varðhaldi í byrjun ágúst, eftir réttarhöld dagana á undan og þótti sú ákvörðun benda til þess að hann yrði annaðhvort fundinn saklaus eða dómur yfir honum yrði skilorðsbundinn.

Sjálfur neitaði hann ákærunni og hélt til baka til Bandaríkjanna er hann var laus úr haldi. Sagði dómarinn árásina ekki hafa verið svo alvarlega að fangavist verði að fylgja, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að Rocky og lífverðir hans hafi ráðist á fórnarlambið með höggum og spörkum er það lá á jörðinni.

Tveir lífverðir rapparans, Bladimir Corniel og David Rispers, voru einnig fundnir sekir, en þeir voru látnir lausir á sama tíma og rapparinn. 

Mál Rockys vakti ekki hvað síst athygli fyrir afskipti Donald Trumps Bandaríkjaforseta. Trump fór mikinn á Twitter þær vikur sem Rocky var í varðhaldi og tjáði þá ósk sína að rapp­ar­inn yrði látinn lausn. Fór hann þess meðal ann­ars á leit við Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svía.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler