Spider-Man kveður Marvel-heiminn

Spider-Man kveður Marvel.
Spider-Man kveður Marvel. AFP

Spider-Man, eða Köngulóarmaðurinn mun ekki lengur vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel-kvikmyndaversins. Deadline greindi frá því í gær að ekki hefðu náðst samningar á milli Sony, sem á réttinn á Köngulóarmanninum, og Disney sem á Marvel.

Köngulóarmaðurinn hefur verið hluti af ofurhetjum Marvel og auk kvikmyndanna sem fjalla eingöngu um hann kom hann fyrir í Avengers: Endgame. Kvikmyndaverin gerðu samning árið 2015 um að Köngulóarmaðurinn yrði hluti af Marvel og Marvel myndi framleiða myndirnar. 

Í grunninn snýst málið um peninga en Disney fór fram á að hagnaður af þeim kvikmyndum sem gerðar voru um Köngulóarmanninn myndu skiptast jafnt á milli Disney og Sony. Kvikmyndaverin myndu einnig skipta framleiðslukostnaðinum jafnt á milli sín. Forsvarsmenn Sony samþykktu þá tillögu ekki og því ákvað Disney að hætta samstarfinu og því þarf Köngulóarmaðurinn að kveðja ofurhetjukollega sína í Marvel-heiminum.

Tom Holland hefur farið með hlutverk Köngulóarmannsins síðustu ár.
Tom Holland hefur farið með hlutverk Köngulóarmannsins síðustu ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant