Ian McEwan á Íslandi

Breski rithöfundurinn Ian McEwan.
Breski rithöfundurinn Ian McEwan. Ljósmynd/Aðsend - Getty

Breski rithöfundurinn Ian McEwan mun veita nýjum alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum sem kennd eru við Halldór Laxness viðtöku í Veröld, húsi Vigdísar, á fimmtudag.Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mun afhenda verðlaunin.

Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Að verðlaununum standa forsætisráðuneytið, mennta- og menningamálaráðherra, Íslandsstofa, Forlagið, sem er útgefandi verka Halldórs Laxness á Íslandi og Gljúfrasteinn, auk Bókmenntahátíðar í Reykjavík, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Ferill McEwan spannar hátt í hálfa öld og höfundarverkið telur átján útgefin verk auk kvikmyndahandrita, barnasagna, leikrita og óperutexta. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna og verið talinn í framvarðarsveit virtustu höfunda Bretlands. Meðan á dvöl hans á Íslandi stendur kemur nýjasta bók hans, Machines like Me, út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar sem ber nafnið Vélar eins og ég. Áður hafa komið út á íslensku eftir hann skáldsögurnar Steinsteypugarðurinn (e. The Cement Garden) og Vinarþel ókunnugra (e. The Comfort of Strangers) í þýðingu Einars Más Guðmundssonar, Barnið og tíminn (e. The Child in Time), Laugardagur (e. Saturday) og Hnotskurn (e. Nutshell) í þýðingu Árna Óskarssonar, Eilíf ást (e. Enduring Love) í þýðingu Geirs Svanssonar, Amsterdam (e. Amsterdam) í þýðingu Ugga Jónssonar, Friðþæging (e. Atonement) í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar og Brúðkaupsnóttin (e. On Chesil Beach) í þýðingu Ugga Jónssonar.

 Hinn 27. september næstkomandi kemur út ný bók eftir McEwan, nóvellan The Cockroach (sem gæti útlagst sem Kakkalakkinn), hárbeitt pólitísk satíra sem stingur á kýlum í stjórnmálalandslagi Bretlands nú á tímum brexit.

McEwan veitir verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 19. september klukkan 11.30 í Veröld - húsi Vigdísar. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, afhendir verðlaunin og þá mun þýðandi hans, Árni Óskarsson, segja frá höfundinum og verkum hans. Að því loknu flytur McEwan sjálfur erindi. Frítt verður inn á viðburðinn og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir,“ segir enn fremur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler