Reyna að neyða bróður sinn í meðferð

Systkini Carters ætla að reyna að neyða hann í meðferð.
Systkini Carters ætla að reyna að neyða hann í meðferð. Skjáskot/Instagram

Carter-systkinin ætla að reyna að neyða bróður sinn, Aaron Carter, í meðferð. Tónlistarmaðurinn Nick Carter fékk nálgunarbann gegn bróður sínum fyrr í vikunni vegna morðhótana hans í garð óléttrar eiginkonu Nicks. 

Heimildarmaður TMZ segir að systkinin ætli að reyna að láta á það reyna fyrir dómara að skipa honum í meðferð. Það þykir þó ólíklegt að það takist hjá systkinunum, en dómari getur ekki skipað einhverjum í meðferð í þessum aðstæðum. 

Eini möguleiki þeirra systkina til þess að neyða Aaron í meðferð er ef þau myndu sækja um að svipta hann sjálfræði og dómari myndi skipa forráðamann yfir honum. Það er aðeins gert í neyðartilvikum, líkt og við þekkjum af máli tónlistarkonunnar Britney Spears eða leikkonunnar Amöndu Bynes. 

Aaron  hef­ur glímt við bæði fíkni- og geðsjúk­dóma í gegn­um árin. Í ný­leg­um þætti af The Doctors sagðist Aaron vera með per­sónu­leikarösk­un, geðklofa, ofsa­kvíða og þung­lyndi.

Seinna sagði hann að það amaði ekk­ert að sér og þátt­ur­inn hefði verið klippt­ur þannig til að hann liti út fyr­ir að vera veik­ur, sem fram­leiðend­ur þátt­anna neituðu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler