Rokkar af okkur sokkana

Hættur, farinn? Ekki aldeilis.
Hættur, farinn? Ekki aldeilis. Reuters

Ozzy gamli Osbourne er allur að koma til eftir að hafa veikst heiftarlega af lungnabólgu og hrasað í þokkabót á heimili sínu síðasta vor með þeim afleiðingum að hann aflýsti öllu tónleikahaldi út árið. Nú er kappinn búinn að stilla upp Evróputúr næsta haust, sem hefst í Newcastle 23. október og lýkur í Helsinki 7. desember 2020. Upphitunaratriðið verður ekki af lakara taginu; sjálf málmtröllin í Judas Priest.

„Ég get ekki beðið eftir að rífa mig upp á rassinum og keyra mig í gang,“ sagði í yfirlýsingu frá Ozzy, „en þið verðið að sýna smá meiri þolinmæði. Ég vil vera 100% tilbúinn til að rokka af ykkur helvítis sokkana. Ég er ekki að setjast í helgan stein; giggin bíða mín áfram, auk þess sem ný plata er á leiðinni.“ Guð sé Ozz næstur. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler