Sturla Atlas verður Rómeó

Sigurbjartur Sturla Atlason og Ebba Katrín Finnsdóttir.
Sigurbjartur Sturla Atlason og Ebba Katrín Finnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Sturla Atlas verður Rómeó í uppsetningu Þjóðleikhússins og segir í fréttatilkynningu að hann hafi verið valinn úr hópi um 100 umsækjenda. Ebba Katrín Finnsdóttir fer með hlutverk Júlíu. 

Þjóðleikhúsið undirbýr uppsetningu á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. „Það hefur legið ljóst fyrir um nokkurn tíma að Ebba Katrín Finnsdóttir muni fara með hlutverk Júlíu, en ákveðið var að halda prufur fyrir leikara á aldrinum 20-30 ára til að finna hinn eina rétta í hlutverk Rómeós. Fjórtán leikurum var boðið í ítarlegar prufur fyrir hlutverkið en alls höfðu um 100 sótt um. Sturla Atlas var á endanum sá sem hreppti hnossið.  
 
Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas eins og hann er eflaust betur þekktur, hefur verið áberandi á undanförnum árum sem leikari en ekki síður sem einn vinsælasti tónlistarmaður landsins meðal ungs fólks. Hann var útnefndur bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016 og hefur nýverið sent frá sér plötuna Paranoia sem hefur fengið frábærar viðtökur. Eftirminnileg eru hlutverk hans í Ófærð 2 og kvikmyndinni Lof mér að falla svo fátt eitt sé nefnt. Æfingar á Rómeó og Júlíu hefjast snemma á næsta ári en verkið verður frumsýnt í mars 2021,“ segir í fréttatilkynningu. 

Þorleifur Arnar Arnarsson, Sturla Atlas og Ebba Katrín Finnsdóttir.
Þorleifur Arnar Arnarsson, Sturla Atlas og Ebba Katrín Finnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ebba Katrín Finnsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands fyrir tveimur árum. Hún lék aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Mannasiðum á RÚV. Þá lék hún nokkur hlutverk á samningi í Borgarleikhúsinu í fyrra og á þessu leikári lék Ebba Katrín aðalhlutverkið, Uglu, í Atómstöðinni og burðarhlutverk í Þitt eigið leikrit II í Þjóðleikhúsinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant