Bollywood-stjarna fannst látin á heimili sínu

Sushant Singh Rajput tekinn á síðasta ári.
Sushant Singh Rajput tekinn á síðasta ári. AFP

Bollywood-leikarinn Sushant Singh Rajput fannst látinn á heimili sínu í morgun, 34 ára gamall.

Hann var ein þekktasta Bollywood-sjarna Indlands og hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á krikketstjörnunni M.S. Dhoni á hvíta tjaldinu.

Talsmaður lögreglunnar í borginni Mumbai segir að Rajput hafi framið sjálfsvíg en hann er sagður hafa glímt við þunglyndi.

Hann lést aðeins nokkrum dögum eftir að fyrrverandi umboðsmaður hans, Disha Salian, lést.

Lík leikarans Sushant Singh Rajput flutt á sjúkrahús.
Lík leikarans Sushant Singh Rajput flutt á sjúkrahús. AFP

„Með sorg í hjarta greinum við frá því að Sushant Singh Rajput er ekki lengur á meðal vor,“ sögðu aðstoðarmenn hans.

„Við biðjum aðdáendur hans um að hugsa til hans og fagna lífi hans og starfi eins og þeir hafa gert hingað til.“

Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, minntist Rajput á Twitter og sagði hann „ungan leikara sem kvaddi allt of snemma“.

Sushant Singh Rajput, til hægri, ásamt krikketleikaranum Mahendra Singh Dhoni …
Sushant Singh Rajput, til hægri, ásamt krikketleikaranum Mahendra Singh Dhoni árið 2016. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant