Ellefu sýningar verðlaunaðar

Ebba Katrín Finnsdóttir var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í Atómstöðinni …
Ebba Katrín Finnsdóttir var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í Atómstöðinni - endurliti. mbl.is/Arnþór

Atómstöðin – endurlit eftir Halldór Laxness Halldórsson og Unu Þorleifsdóttur byggt á skáldsögu Halldórs Laxness í leikstjórn Unu í Þjóðleikhúsinu hlaut flest verðlaun þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru afhent í 18. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Saga Sigurðardóttir ásamt samstarfsfólki sínu í sviðslistahópnum Marmarabörnum þegar hópurinn …
Saga Sigurðardóttir ásamt samstarfsfólki sínu í sviðslistahópnum Marmarabörnum þegar hópurinn tók við verðlaunum fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins fyrir sýninguna Eyður. mbl.is/Arnþór

Sýningin var tilnefnd til tólf verðlauna og hlaut alls fern, sem sýning ársins, fyrir leikstjórn, leikkonu ársins í aðalhlutverki og lýsingu. Uppfærsla sviðslistahópsins Marmarabarna á verkinu Eyðum hlaut næstflest verðlaun eða þrenn, fyrir búninga, tónlist og dans- og sviðshreyfingar.

Alls skiptu ellefu sýningar með sér verðlaununum 18 auk þess sem Ingibjörg Björnsdóttir hlaut heiðursverðlaun Sviðslistasamband Íslands árið 2020 fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. 

Ingibjörg Björnsdóttir hlýtur heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands árið 2020.
Ingibjörg Björnsdóttir hlýtur heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands árið 2020. mbl.is/Arnþór

Sýning ársins

Atómstöðin – endurlit í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Uppfærsla Þjóðleikhússins á Atómstöðinni - endurliti var valin sýning ársins. …
Uppfærsla Þjóðleikhússins á Atómstöðinni - endurliti var valin sýning ársins. Magnús Geir Þórðarsson þjóðleikhússtjóri veitti verðlaununum viðtöku. mbl.is/Arnþór


Leikrit ársins 

Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson


Leikstjóri ársins

Una Þorleifsdóttir – Atómstöðin – endurlit

Una Þorleifsdóttir var valin leikstjóri ársins fyrir Atómstöðina - endurlit.
Una Þorleifsdóttir var valin leikstjóri ársins fyrir Atómstöðina - endurlit. mbl.is/Arnþór


Leikari ársins í aðalhlutverki

Sveinn Ólafur Gunnarsson – Rocky!

Sveinn Ólafur Gunnarsson tók við verðlaunum fyrir bestan leik í …
Sveinn Ólafur Gunnarsson tók við verðlaunum fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir Rocky! mbl.is/Arnþór


Leikkona ársins í aðalhlutverki

Ebba Katrín Finnsdóttir – Atómstöðin – endurlit


Leikari ársins í aukahlutverki

Hilmir Snær Guðnason – Vanja frændi

Hilmir Snær Guðnason tók við verðlaunum fyrir bestan leik í …
Hilmir Snær Guðnason tók við verðlaunum fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir Vanja frænda. mbl.is/Arnþór


Leikkona ársins í aukahlutverki

Kristbjörg Kjeld – Er ég mamma mín?

Kristbjörg Kjeld tók við verðlaunum fyrir bestan leik í aukahlutverki …
Kristbjörg Kjeld tók við verðlaunum fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir Er ég mamma mín? mbl.is/Arnþór


Leikmynd ársins

Finnur Arnar Arnarson – Engillinn


Búningar ársins

Guðný Hrund Sigurðardóttir – Eyður

Lýsing ársins

Ólafur Ágúst Stefánsson – Atómstöðin – endurlit


Tónlist ársins

Gunnar Karel Másson – Eyður


Hljóðmynd ársins

Nicolai Hovgaard Johansen – Spills


Söngvari ársins

Karin Björg Torbjörnsdóttir – Brúðkaup Fígarós


Dans- og sviðshreyfingar ársins

Marmarabörn – Eyður


Dansari ársins

Shota Inoue – Þel

Katrín Gunnarsdóttir var valin danshöfundur ársins fyrir Þel.
Katrín Gunnarsdóttir var valin danshöfundur ársins fyrir Þel. mbl.is/Arnþór


Danshöfundur ársins

Katrín Gunnarsdóttir – Þel


Sproti ársins

Reykjavik Dance Festival


Barnasýning ársins

Gosi, ævintýri spýtustráks

Ágústa Skúladóttir leikstjóri tók við verðlaunum fyrir Gosa, ævintýri spýtustráks …
Ágústa Skúladóttir leikstjóri tók við verðlaunum fyrir Gosa, ævintýri spýtustráks sem valin var besta barnasýning ársins. mbl.is/Arnþór

Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands

Ingibjörg Björnsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant