„Við eigum stórkostlegt listafólk“

Birna Hafstein, formaður Sviðslistasambands Íslands, ávarpaði gesti og afhenti því …
Birna Hafstein, formaður Sviðslistasambands Íslands, ávarpaði gesti og afhenti því næst Sprota ársins 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við eigum stórkostlegt listafólk hér á Íslandi sem skapar ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar,“ sagði Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambands Íslands, í ávarpi sínu á Grímunni — Íslensku sviðslistaverðlaununum, sem nú eru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Er þetta í 18. sinn sem Gríman er afhent. Birna minnti á að Gríman væri uppskeruhátíð eftir vægast sagt undarlegan vetur.

„Þegar samkomubannið var sett á 16. mars síðastliðinn var fjöldi listamanna sviptur starfsvettvangi sínum og framfærslumöguleikum um óákveðinn tíma. En listin lætur ekkert stoppa sig. Enginn veirufaraldur, hversu skæður sem hann kann að vera, getur gert út af við listina. Af hugsjón og ástríðu hélt listafólk sköpuninni áfram og fann með mikilli útsjónarsemi nýjar aðferðir til að miðla henni. Listin sameinar okkur, gefur okkur kraft, vitsmunalega og tilfinningalega örvun og hugrekki. Óeigingjarnt framlag íslensks listafólks – við skulum kalla það gjafir – til samfélagsins á erfiðum vetri verður seint fullþakkað. Við lifum ekki án listarinnar hún er sannarlega súrefnið í samfélaginu,“ sagði Birna.

Löngu tímabært að stofna sérstakt ráðuneyti

„Það væri óskandi að þeir einstaklingar og flokkar sem hyggja á framboð til Alþingis á næsta ári – fólkið sem vill og telur sig geta stjórnað þessu landi – gefi þessum mikilvæga málaflokki meiri gaum og sjái til þess að menning, listir og skapandi greinar skipi hærri sess í framtíðarsýn þjóðarinnar.

Birna Hafstein flutti ávarp í upphafi verðlaunakvölds.
Birna Hafstein flutti ávarp í upphafi verðlaunakvölds. mbl.is/Arnþór

Það er löngu tímabært að stofna sérstakt ráðuneyti utan um listir, menningu og skapandi greinar, nýsköpun ætti sömuleiðis vel heima í slíku ráðuneyti. Þessar greinar eru sannarlega lykillinn að framtíðinni og því að við séum samkeppnishæf þjóð meðal þjóða. Í þessum greinum leynist dýrmætasti auður okkar Íslendinga, í skapandi hugsun og skapandi fólki,“ sagði Birna áður en hún upplýsti hver hlyti Sprota ársins 2020. Sagði hún verðlaunin vera „nýsköpunarverðlaun veitt einstaklingi eða hóp fyrir frumleika eða framúrskarandi nýbreytni á árinu“.

Sproti ársins 2020 hlýtur Reykjavík Dance Festival „fyrir að helga hátíðina á þessu leikári öllum þeim sem ekki hafa átt kastljósið á sviði. RDF afhenti ýmsum hópum, eins og börnum, eldri borgurum, unglingum, fötluðum og konum, vettvang hátíðarinnar og studdi þau í að skapa ný sviðslistaverk á sínum forsendum, með sinni eigin sýn á samfélagið,“ eins og segir í rökstuðningi dómnefndar.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant