Loksins komið að frumsýningu

Ilmur Kristjánsdóttir fer með aðalhlutverkið í Kópavogskrónikunni.
Ilmur Kristjánsdóttir fer með aðalhlutverkið í Kópavogskrónikunni. Ljósmynd/Aðsend

Daginn sem leikritið Kópavogskrónika var fullæft og leikarar, tæknifólk og listrænir stjórnendur voru að gera sig klár fyrir lokaæfingu var sett á samkomubann á Íslandi. Nú, ríflega hálfu ári síðar, er loksins komið að frumsýningu í Þjóðleikhúsinu. 

Kópavogskrónika byggir á samnefndri bók Kamillu Einarsdóttur sem sló í gegn árið 2018. Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverk en auk hennar fara þau Arnmundur Ernst Backman og Þórey Birgisdóttir með hlutverk í sýningunni. Silja Hauksdóttir leikstýrir en Kópavogskrónika er fyrsta leikstjóraverkefni hennar á sviði. Silja hlaut mikið lof fyrir kvikmynd sína Agnes Joy sem frumsýnd var á síðasta ári. Tónlistarmaðurinn Auður semur tónlistina í sýningunni. 

Kópavogskrónika fjallar um unga, einstæða móður sem í kjölfar ástarsorgar dvelst langdvölum í Kópavogi, - bæ sem sagt er að sé slys og hefði aldrei átt að verða til! Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir skapa ögrandi og skemmtilega leiksýningu upp úr skáldsögu Kamillu Einarsdóttur, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2018. 

Kópavogskrónika er hispurslaus ástarsaga úr samtímanum en jafnframt opinskátt verk um samband móður og dóttur. Móðir talar til dóttur sinnar, gerir upp fortíðina og dregur ekkert undan í lýsingum á hömluleysi í drykkju, neyslu og samskiptum við karlmenn. Frásögnin er í senn kjaftfor, hjartaskerandi, kaldhæðin, fyndin og frelsandi. 

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir, Arnmundur Ernst Backman og Þórey Birgisdóttir fara …
Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir, Arnmundur Ernst Backman og Þórey Birgisdóttir fara með hlutverk í leikritinu. Ljósmynd/Aðsend
Leikritið Kópavogskrónika er byggt á samnefndri bók Kamillu Einarsdóttur.
Leikritið Kópavogskrónika er byggt á samnefndri bók Kamillu Einarsdóttur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant