Þessi unnu verðlaun Norðurlandaráðs 2020

Jens Mattsson og Jenny Lucander.
Jens Mattsson og Jenny Lucander.

Greint var frá því hverjir hljóta verðlaun Norðurlandaráðs 2020 í kvöld. Norðurlandaráð veitir ár hvert fimm verðlaun til þess að vekja athygli á bókmenntum, tungumáli, tónlist og kvikmyndum Norðurlandanna ásamt nýskapandi aðgerðum á sviði umhverfismála.

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2020 fengu Jens Mattsson og Jenny Lucander fyrir myndabókina „Vi är lajon!“. Mattsson og Lucander hljóta verðlaunin fyrir verk sem stendur staðfastlega með barninu og þar sem sjónarhorn barnsins skín í gegn í bæði texta og myndskreytingum. 

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2020 hlaut Jens-Kjeld Jensen frá Færeyjum. Jensen er heiðursdoktor, rithöfundur, kokkur og náttúruunnandi og hlaut verðlaunin fyrir viðleitni sína til að rannsaka og miðla upplýsingum um þróun líffræðilegrar fjölbreytni í Færeyjum. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Jensen sé fyrirmyndardæmi um það hverju sannur eldhugi geti komið til leiðar. 

Jens-Kjeld Jensen.
Jens-Kjeld Jensen.

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2020 hlaut finnska tónskáldið Sampo Haapmäki fyrir verkið Konsertto neljäsosasävelaskelpianolle ja kamariorkesterille (Konsert fyrir kvarttónapíano og kammersveit), Verkið þykir sameina með einstökum hætti náttúrulega tónlistargáfu, tilkomumikla færni og óþreytandi könnunarleiðangur á vit sígildrar tónlistar. 

Sampo Haapmäki.
Sampo Haapmäki.


Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2020 hlaut norska kvikmyndin Barn eftir handritshöfundinn og leikstjórann Dag Johan Haugerud og framleiðandann Yngve Sæther. Verkið kannar sambandið milli barns og fullorðins af innlifun og alvöruþunga. 

Dag Johan Haugerud og Yngve Sæther.
Dag Johan Haugerud og Yngve Sæther.

Þá hlaut hin finnska Monika Fagerholm bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2020 fyrir skáldsöguna Vem dödade bambi. 

Monika Fagerholm.
Monika Fagerholm.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant