Tóku upp tónlistarmyndband við eldgosið

Jökull Júlíusson í lopapeysu við eldgosið í Geldingadölum.
Jökull Júlíusson í lopapeysu við eldgosið í Geldingadölum. Skjáskot/YouTube

Hljómsveitin Kaleo sendi frá sér í dag tónlistarmyndband við lagið Skinny sem kom út í byrjun apríl. Myndbandið er tekið upp við eldgosið í Geldingadölum en þar má sjá Jökul Júlíusson spila á gítar og syngja. 

Myndbandið er ansi tilkomumikið en það sýnir eldgosið í sínum flottasta búningi, lýsa upp myrkrið. 

Lagið er af tilvonandi plötu sveitarinnar, Surface Sounds, sem kemur út hinn 23. apríl. 

Myndbandið hefur nú þegar fengið mikla athygli og á aðeins nokkrum klukkustundum hafa tugþúsundir horft á það.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslensk náttúra er í forgrunni í tónlistarmyndbandi Kaleo en myndbandið við lagið Break my baby var tekið upp á Þrídröngum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson