Leikstjóri Notting Hill látinn

Roger Michell er látinn.
Roger Michell er látinn. Ljósmynd/IMDb

Leikstjórinn Roger Michell er látinn 65 ára að aldri. Michell var þekktastur fyrir að leikstýra kvikmyndinni Notting Hill sem kom út árið 1999 og skartaði Juliu Roberts og Hugh Grant í aðalhlutverki. 

Útgefandi Michell greindi frá andláti hans, en hann lést í gær, miðvikudag. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök. 

Notting Hill er ein söluhæsta rómantíska gamanmynd sem framleidd hefur verið í í Bretlandi. Auk kvikmyndarinnar leikstýrði hann kvikmyndinni Morning Glory með þeim Harrison Ford, Diane Keaton og Rachel McAdams í aðalhlutverki. 

Michell fæddist í Suður Afríku en faðir hans var breskur. Fjölskyldan fluttist seinna til Bretlands. Hann menntaði sig í Cambrigde háskóla og var aðstoðarleikstjóri í Royal Court Theather um tíma.

Hann lætur eftir sig fjögur börn, Harry, Rosie, Maggie og Sparrow sem hann átti með tveimur fyrrverandi eiginkonu sínum Kate Buffery og Önnu Maxwell Martin.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler