Skotum hafði áður verið hleypt af á tökustaðnum

Frá tökustað myndarinnar í gær.
Frá tökustað myndarinnar í gær. AFP

Að minnsta kosti tvisvar áður hafði það gerst að skoti var óvart hleypt af, úr byssu, á tökustaðnum þar sem verið var að taka upp nýjustu mynd Alec Baldwin í Nýju-Mexíkó.

Atvikin áttu sér stað aðeins nokkrum dögum áður en skot úr byssu leikarans varð kvikmyndatökustjóranum að bana.

Þetta hefur dagblaðið Los Angeles Times eftir þremur starfsmönnum á tökustað. 

Starfsmennirnir, sem óska nafnleyndar af ótta við að fá ekki að starfa frekar í kvikmyndaiðnaðinum, voru á meðal nokkurra sem sagt höfðu upp störfum aðeins klukkustundum áður en skotinu var hleypt af á fimmtudag, sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana.

Ógreidd vinna

Kvörtuðu þeir undan ógreiddri vinnu og óásættanlegri starfsaðstöðu við tökurnar.

Kvikmyndin nýja nefnist Rust og gerist á 19. öld. Fjallar hún um dráp fyrir slysni og afleiðingar þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant