Ný ævintýri Ástríks og Steinríks

Jean-Yves Ferri, annar höfunda Ástríks og grýfonsins, stillir sér upp …
Jean-Yves Ferri, annar höfunda Ástríks og grýfonsins, stillir sér upp milli söguhetjanna. AFP

Ný bók um félagana Ástrík og Steinrík kom út á fimmtudag. „Ástríkur og grýfoninn“ eða „Asterix et le Griffon“ kom út samtímis á 17 tungumálum og var prentuð í fimm milljónum eintaka. Mikil leynd hvíldi yfir útgáfunni og voru vöruhús vöktuð líkt og þegar bækurnar um galdradrenginn Harry Potter komu út á sínum tíma til að sem minnst kvisaðist út áður en hún kæmi í sölu.
Ástríkur og félagar hans í þorpinu, sem neitaði að gangast Rómverjum á hönd og átti hinn rómaða töfradrykk uppi í erminni þegar annað brást, eru sköpunarverk Renés Goscinnys og Alberts Uderzos og eiga rætur að rekja til ársins 1959. Goscinny og Uderzo höfðu lofað barnablaðinu Pilote teikniseríu um útsjónarsaman ref. Sá efniviður reyndist frátekinn. Þeir settust niður og á tveimur tímum höfðu þeir lagt grunninn að teikniseríu, sem átti eftir að slá í gegn svo um munaði og verða ein helsta menningarútflutningsvara Frakka.

Kápan á Ástríki og grýfoninum.
Kápan á Ástríki og grýfoninum. AFP


Gallarnir komu fyrst fram í framhaldssögu í Pelote í október 1959. 1961 kom fyrsta bókin út, „Ástríkur gallvaski“, í 6.000 eintökum. Bókin hefur síðan þá verið prentuð í 385 milljónum eintaka og komið út á 111 tungumálum.
Goscinny skrifaði sögurnar og Uderzo teiknaði. Goscinny lést langt um aldur fram úr hjartaslagi árið 1977. Hann var aðeins 51 árs. Uderzo ákvað að halda kyndlinum einn á lofti og áfram komu út bækur um Ástrík og félaga, en mörgum þótti sem ævintýri þeirra væru ekki jafn heillandi og fyndin og áður.
Þegar árin færðust yfir teiknarann gaf hann til kynna að hann myndi ekki vilja að framhald yrði á Ástríki eftir sinn dag. Uderzo féllst hins vegar að endingu á að sleppa hendinni af sköpunarverki sínu og Goscinnys og 2013 kom út „Ástríkur í Piktalandi“ eftir Jean-Yves Ferri og Didier Conrad. Bækurnar um Ástrík þar sem Ferri stýrir penna og Conrad teiknar eru nú orðnar fimm, en „Ástríkur og grýfoninn“ markar tímamót að því leyti að hún er sú fyrsta sem kemur út eftir að Goscinny lést í fyrra 92 ára að aldri.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant