Osbourne-hjónin berskjalda sig í nýrri ævisögumynd

Osbourne-fjölskyldan á góðri stundu; Sharon, Jack, Ozzy og Kelly.
Osbourne-fjölskyldan á góðri stundu; Sharon, Jack, Ozzy og Kelly. AFP

Aðdáendur Osbourne-hjónanna mega brátt eiga von á að fá að sjá ástarsögu þeirra á hvíta tjaldinu. Miðað við sögusagnir sem gengið hafa um þau hjónin í gegnum tíðina hefur ansi margt gengið á innan veggja heimilisins. Þá sérstaklega þegar hljómsveit Ozzys Osbournes, þungarokksveitin Black Sabbath, var upp á sitt besta. 

Samkvæmt frétt frá New York Post hafa framleiðendur Sony Pictures nú þegar upplýst að þeir ætli að gefa ævisögu þeirra út og sýna á breiðtjaldi en óskarsverðlaunahafinn Lee Hall mun skrifa handritið. 

„Samband okkar var oft svo villt, geðveikt og hættulegt,“ er haft eftir Sharon Osbourne, eiginkonu Ozzys, í fréttatilkynningu sem Sony gaf út vegna áforma um gerð myndarinnar. „En það var þessi ódrepandi ást okkar sem hélt okkur saman allan þennan tíma,“ sagði hún jafnframt.

The Osbournes-þættirnir vinsælir á sínum tíma

Osbourne-fjölskyldan er þekktust fyrir að hafa opnað líf sitt upp á gátt og tekið þátt í raunveruleikasjónvarpsþáttum sem gefnir voru út á sjónvarpsstöðinni MTV á árunum 2002-2005. Börn þeirra Jack og Kelly gáfu heimsbyggðinni innsýn í heimilislíf sitt ásamt foreldrunum en systir þeirra, Aimee, neitaði að vera með og hafði ekki áhuga á að berskjalda sig jafn mikið og hinir meðlimir fjölskyldunnar. Þættirnir vöktu mikla athygli á sínum tíma og var áhorfið gríðarmikið um allan heim. 

Það er þó margt sem hafði gerst fyrir tíma raunveruleikaþáttanna sem rakið verður og krufið í ævisögumynd. Þá var líka margt sem tekið var upp á árum The Osbournes-þáttanna en ákveðið að sýna ekki en verður sýnt og sagt frá í nýrri ævisögumynd sem mun fjalla um eitraða ást og heimilislíf Osbourne-hjónanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant