Spotify við Adele: „Hvað sem er fyrir þig“

Adele gaf út plötuna 30 á dögunum en um er …
Adele gaf út plötuna 30 á dögunum en um er að ræða fyrstu plötuútgáfu söngkonunnar í sex ár. AFP

Tónlistarkonan Adele hefur fengið tónlistarveituna Spotify til þess að fjarlægja svokallaðan „shuffle“ takka, sem blandar lögum handahófskennt, út af öllum plötusíðum á veitunni svo plöturnar spilist í réttri röð. 

„Við sköpum ekki plötur með svo mikilli umhyggju og setjum svo mikla hugsun inn í uppröðunina af engri ástæðu,“ sagði Adele um málið á Twitter. 

„List okkar segir sögu og fólk á að hlusta á sögur okkar eins og við sáum fyrir okkur. Takk fyrir að hlusta Spotify.“

Tónlistarveitan brást við færslunni með athugasemdinni: „hvað sem er fyrir þig“ og tók út möguleikann á því að fólk geti breytt uppröðun laga þegar það hlustar á heilu plöturnar.

Samt sem áður birtist „shuffle“ táknið enn á einstökum lögum plötum og á spilunarlistum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson