Sló óvænt í gegn í Hollandi

Guðlaugur Jón Árnason er Bony Man.
Guðlaugur Jón Árnason er Bony Man.

Tónlistarmaðurinn Guðlaugur Jón Árnason semur og flytur tónlist undir listamannsnafninu Bony Man. Guðlaugur gaf út sína fyrstu plötu, Cinnamon Fields, 2. september síðastliðinn og mun fagna útgáfunni á Kex hosteli 4. desember næstkomandi. 

Guðlaugur hefur fiktað við að semja lög frá því að hann var fermingaraldri. Lögin á Cinnamon Fields samdi hann fyrir um tíu árum en titillag plötunnar var fyrsta lagið sem hann kláraði að semja eftir fjölda hálfkláraðra laga. 

Í dag er Guðlaugur kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, hann hefur þó gert eitt og annað í gegnum árin og flutti meðal annars til Amsterdam í Hollandi til að læra kvikmyndagerð. 

„Síðustu tólf ár hef ég aðallega starfað sem forstöðumaður á ýmsum frístundaheimilum en árið 2013 fluttum ég og Karen, kærastan mín, til Amsterdam þar sem ég lærði kvikmyndagerð. Karen þurfti reyndar að flytja heim þegar hún fékk starf hjá Wow Air, en ég dvaldi í Hollandi í rúmt ár og kláraði námið. Í dag er Amsterdam mín uppáhaldsborg. Við Karen fluttum í yndislega íbúð á Seltjarnarnesi fyrir þremur árum og þar rembumst við við að hafa það huggulegt með börnunum okkar,“ segir Guðlaugur en þau eiga tvö börn saman. 

Guðlaugur lauk BA-námi við Háskóla Íslands í íslensku og lauk einnig kennslufræðum frá sama skóla. 

Tónlist Guðlaugs má lýsa sem hugljúfri og örlítið hátíðlegri þótt lögin séu ekki jólalög. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar en plata hans rataði inn á hollensku tónlistarsíðuna musicmeter.nl. „Hún fékk þar mikla og góða umfjöllun og sat lengi í fyrsta sæti á lista yfir mest spiluðu plöturnar á síðunni. Í framhaldinu fylgdu nokkrir afar jákvæðir plötudómar jafnt á tónlistarsíðum sem í prentuðum tónlistarblöðum,“ segir Guðlaugur. 

Guðlaugur Jón byrjaði snemma að spila á hljóðfæri og var …
Guðlaugur Jón byrjaði snemma að spila á hljóðfæri og var byrjaður að semja sín eigin lög þegar hann var um 13 til 14 ára gamall.

Besta jólaplatan fannst í Góða hirðinum

Guðlaugur heldur útgáfutónleika á laugardaginn, 4. desember. Hingað til hefur heimsfaraldurinn haft lítil áhrif á útgáfu plötunnar og miðað við núgildandi samkomutakmarkanir ætti hann ekki að hafa mikil áhrif á tónleikana.

Guðlaugur er mikill aðdáandi jólalaga og segist hlusta á alls konar jólalög bæði gömul og ný. „Hátíð ber að höndum ein með hljómsveitinni Þrjú á palli er ofarlega á topplistanum mínum. Ég er líka mikill aðdáandi Sigurðar Guðmundssonar, sérstaklega þegar kemur að jólalögum, og svo hef ég yndi af mörgum jólalögum frá áttunni og níunni. Ég fann gamla vínilplötu sem heitir Jól alla daga í Góða hirðinum í fyrra og það er sennilega besta íslenska jólaplatan, gefin út 1986 og stútfull af hitturum,“ segir Guðlaugur. 

Hann sér fram á að jólin verði drulluhugguleg og vonandi svipuð í fyrra. „Það voru einstaklega vel heppnuð jól. Krakkarnir okkar eru þriggja og sjö ára og kunna einstaklega vel að meta hátíðarnar og það gerir þennan tíma enn skemmtilegri fyrir okkur.“

Spurður hvort það sé eitthvað sem hann verði að gera fyrir jólin segir hann að það sé nauðsynlegt að skera út laufabrauð, drekka jólaglögg, setja saman piparkökuhús og borða skötu á Þorláksmessu. „Við Karen höfum haft það fyrir sið í nokkur ár að horfa á hryllingsmyndir og spila tölvuleiki yfir jólin. Í fyrra kláruðum við tölvuleik sem heitir The Last of Us 2 í jólafríinu. Svakalega góður leikur sem ég mæli með,“ segir Guðlaugur.

Guðlaugur fann bestu jólaplötuna, Jól alla daga, í Góða hirðinum …
Guðlaugur fann bestu jólaplötuna, Jól alla daga, í Góða hirðinum á síðasta ári.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant