Verðlaun afhent í skugga hneykslismála

Ariana DeBose vann til verðlauna fyrir leik í West Side …
Ariana DeBose vann til verðlauna fyrir leik í West Side Story á Golden Globe. AFP

Kvikmyndirnar The Power of the Dog og endurgerðin af West Side Story voru sigursælastar á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt í Bandaríkjunum. Verðlaunin voru ekki sýnd í sjónvarpi eftir að upp komst upp um hneykslismál í vor og stórstjörnur mættu ekki. 

Myndin The Power of the Dog vann verðlaun sem besta myndin í flokka dramamynda. Leikstjóri myndarinnar, Jane Campion, fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og Kodi Smit-McPhee fékk verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Þetta er aðeins í annað sinn sem mynd sem er leikstýrt af konu vinnur í þessum flokki á hátíðinni. 

Endurgerð Stevens Spielbergs á West Side Story var valin besta myndin í flokki gamanmynda. Rachel Zegler var valin besta leikkona í aðalhlutverki og Ariana DeBose besta leikkona í aukahlutverki. Will Smith og Nicole Kidman fengu verðlaun fyrir leik í King Richard og Being Ricardos. 

Jane Campion fékk verðlaun á Golden Globe fyrir myndina The …
Jane Campion fékk verðlaun á Golden Globe fyrir myndina The Power of the Dog. Hér er hún ásamt leikurum myndarinnar Kirsten Dunst og Benedict Cumberbatch. AFP

Þættirnir Succession fengu flest verðlaun í flokki sjónvarpsþátta. Þættirnir voru valdir þeir bestu í flokki dramaþátta. Leikarinn Jeremy Strong var verðlaunaður fyrir leik sinn í aðalhlutverki og leikkonan Sarah Snook hlaut verðlaun fyrir leik í aukahlutverki.

Michaela Jae Rodriguez var fyrsta transkonan til þessa að vinna verðlaun fyrir leik á Golden Globe. Hún var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Pose. Kóreski leikarinn O Yeong-su var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Squid Game.

Golden Globe-verðlaunin voru afhent með óvenjulegum hætti í ár.
Golden Globe-verðlaunin voru afhent með óvenjulegum hætti í ár. AFP

Verðlaunahátíðin hefur verið mjög umdeild. Ekki tókst að fá frægan kynni á hátíðina og henni var ekki sjónvarpað eins og vanalega. Að Golden Globe standa Samtök erlendra blaðamanna í Hollywood (Hollywood Foreign Press Association). Sjónvarpsstöðin NBC ákvað að taka verðlaunin af dagskrá eftir að upp komst um spill­ingu og ósæmi­legri hegðun inn­an sam­tak­anna. Ekki bætti úr skák að ekk­ert svart fólk væri í dóm­nefnd.  

Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir hátíðinni í ár er líklegt að myndirnar sem hlutu verðlaun í ár verði í baráttu um Óskarsverðlaunin sem fara fram í lok mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant