Ágústa Eva syngur um ósátta konu sem lætur karla heyra það

Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa hljómsveitina Sycamore Tree.
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa hljómsveitina Sycamore Tree. Ljósmynd/Saga Sig

„Við völdum La Flamme eða Eldinn á íslensku sem okkar næsta lag út í kosmósið þar sem okkur fannst tilvalið að byrja árið á léttu, seiðandi og dreymandi lagi í annars þungan og dökkan mánuð. Þau sem hafa hlustað segja flest að lagið taki þá í ferðalag á framandi og heitari slóðir. Það er ákkurat það sem við vildum ná fram,“ segir Gunni Hilmarsson sem er í hljómsveitinni Sycamore Tree ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur en í dag kemur lagið La Flamme út. 

„Tæpt 5 mínútna ferðalag á fjarlægan stað á óræðum tíma og stað þar sem þú getur flúið grámann. Ég samdi lagið á svölunum heima í sól og hita síðasta sumar og það ber það þess merki. Suðrænt, seiðandi og bara heitt. Ég fór til Ágústu Evu og við byrjuðum að fullmóta lagið. Þegar við fórum með þetta nær þessari 60‘s stemningu sem við enduðum í þá segir hún " „höfum þetta á frönsku“! Mér fannst það frábær hugmynd en það reyndist ekki einfalt mál þar sem við tölum ekki frönsku,“ segir Gunni.

Ágústa Eva var með smá tilfinningu fyrir þessu eftir leiklistarnám í París en þetta reyndist afar tímafrekt og satt að segja erfitt.

„Við fengum Bryndísi Magnadóttur Munka til að snara textanum sem var á ensku yfir á frönsku en til baka kom helmingi lengri texti þar sem að það eru víst notuð töluvert fleiri orð á því máli fyrir sama hlut og setningar en á enskunni. Auðvitað enda ekkert einfalt í Frakklandi. Bryndís las inn fyrir okkur hvert einasta orð og sendi okkur og Águsta Eva með sína leiklistar reynslu og hæfileika lærði í smáatriðum áferð og framburð hvers orðs og segja þau sem tala frönsku og hafa hlustað að þetta sé nánast fullkomið hjá henni.

Okkur langaði að hafa áberandi þverflautu í laginu í anda sjöunda áratugarins og Phil Doyle flautu og saxófónleikari skildi mig alveg þegar ég sagði honum að við vildum sóló innblásið af, Ron Burgundy, jazz-flute sólóinu úr Anchorman myndinni í lok lagsins. Hann negldi það algerlega og rammaði svaka vel stemninguna sem við vildum ná. Arnar Guðjónsson útsetti lagið og spilar á trommur, gítar, bassa og strengi. Águsta Eva syngur svona listilega vel eins og alltaf. Lagið fjallar um ósátta konu sem er að láta karlmann heyra það. Það verður ekki franskara en það,“ segir hann og hlær. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler