Netflix þarf að svara fyrir Queen's Gambit

Anya Taylor-Joy fór með aðalhlutverk í þáttunum The Queen's Gambit …
Anya Taylor-Joy fór með aðalhlutverk í þáttunum The Queen's Gambit á Netflix. Ljósmynd/Netflix

Dómari hefur neitað ósk streymisveitunnar Netflix um að láta mál stórmeistarans Nonu Gaprindashvili gegn streymisveitunni niðurfalla. Stórmeistarinn höfðaði mál gegn Netflix vegna staðreyndarvillu sem höfð var um hana í þáttunum The Queens Gambit sem komu út haustið 2020. 

The Queen's Gambit fjallar um unga konu sem verður stórmeistari í skák og er byggð á samnefndri skáldsögu. Í þáttunum er þó mikið rætt um raunverulega stórmeistara og þar á meðal er Gaprindashvili nefnd á nafn og hún sögð aldrei hafa teflt við karlmenn. 

Gaprindashvili er frá Georgíu. Hún fæddist í Sovétríkjunum árið 1941 og lék undir fána þeirra á sínum bestu árum. Hún varð stórmeistari, fyrst kvenna árið 1978. 

Í lögsókn sinni segir Gaprindashvili að þættirnir hafi svert orðspor hennar, bæði sem persónu og sem stórmeistara. Þá sé gert lítið úr afrekum hennar og hún sögð rússnesk. Hennar ímynd hafi fyrst og fremst byggt á því hugrekki sem hún hafði til þess að mæta karlmönnum og hafa betur í skákheiminum sem var fyrst og fremst karlaheimur á þeim tóma. 

Netflix fór fram á að málið yrði látið niður falla á grundvelli fyrstu greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem veitti höfundum þáttanna listrænt frelsi. Dómari féllst ekki á þann rökstuðning. Hann sagði að þó þættirnir væru byggðir á skáldsögu og væru skáldskapur gæfi það ekki leyfi til ærumeyðinga gegn raunverulegum persónum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson