Faðir Meghan sagður vera á spítala

Faðir Meghan hertogaynju er sagður hafa verið lagður inn á …
Faðir Meghan hertogaynju er sagður hafa verið lagður inn á spítala í Kaliforníu í Bandaríkjunum á mánudagskvöld. MICHELE SPATARI

Thomas Markle, faðir Meghan hertogaynju af Sussex, er sagður hafa verið lagður inn á spítala í Kaliforníu í Bandaríkjunum á mánudagskvöld. Náðust myndir af honum á leið inn í sjúkrabíl með súrefnisgrímu í Tijuana í Mexíkó. 

Samkvæmt heimildum TMZ fékk Markle heilablóðfall og var hann fluttur yfir landamærin. Var hann lagður inn á spítala í Chula Vista. 

Systir Meghan, Samantha Markle, sagði síðar í tilkynningu við Daily Mail að hann þyrfti ró og frið og bað um að hann og fjölskyldan yrðu látin í friði. Nýtti hún tækifærið til að koma höggi á systur sína. 

„Það er synd hversu mikið hann hefur þurft að ganga í gegnum vegna systur okkar undanfarin ár. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Markle. Vísar hún þar til ýmissa málaferla milli Markle fjölskyldunnar og hertogaynjunnar. 

Hertogaynjan og föður fjölskylda hennar eru í litlum sem engum samskiptum og hafa ekki verið síðan hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant