Söngvari Aerosmith í meðferð

Steven Tyler féll eftir að hann þurfti verkjalyf eftir aðgerð …
Steven Tyler féll eftir að hann þurfti verkjalyf eftir aðgerð sem hann fór í. AFP

Steven Tyler, söngvari hljómsveitarinnar Aerosmith, er búinn að skrá sig í meðferð við áfengis- og fíkniefnavanda. Hljómsveitin hefur í kjölfarið aflýst tónleikum sínum í júní og júlí á meðan Tyler er í meðferð. 

Liðsmenn sveitarinnar greindu frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í gær. 

„Eins og mörg ykkar vita hefur kær bróðir okkar Steven unnið í edrúmennsku sinni í mörg ár. Eftir aðgerð á fæti, til að undirbúa sig fyrir komandi tónleika og verkjastillingu í kjölfarið, féll hann og ákvað að skrá sig sjálfur í meðferð vegna heilsu sinnar,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. 

Fyrstu tónleikum sveitarinnar í Las Vegas hefur því verið aflýst en vonast liðsmenn sveitarinnar til þess að geta tekið upp þráðinn í september. 

View this post on Instagram

A post shared by Aerosmith (@aerosmith)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant