James Caan látinn

James Caan.
James Caan. AFP

Bandaríski leikarinn James Caan er látinn 82 ára að aldri. 

Caan, sem átti farsælan feril í Hollywood, var einna þekktastur fyrir að leika í kvikmyndinni Guðfaðirinn frá árinu 1972, en hann hlaut tilnefningu til Óskarsins árið 1973 fyrir hlutverk sitt í myndinni. Hann var einnig tilnefndur til Emmy og Golden Globe-verðlauna á ferlinum. 

James Caan árið 1975 ásamt þáverandi eiginkonu sinni Sheilu Ryan …
James Caan árið 1975 ásamt þáverandi eiginkonu sinni Sheilu Ryan (t.h.) og frönsku leikkonunni Lilyan Chauvin. AFP

Fjölskylda leikarans greindi frá andlátinu og þakkaði öllum fyrir sýndan stuðning og hlýhug. 

 Caan, sem fæddist í New York árið 1940, kvæntist fjórum sinnum og lætur eftir sig fimm börn. Caan stefndi upphaflega á að gerast atvinnumaður í amerískum fótbolta en fékk síðar áhuga á leiklist þegar hann hóf nám við Hofstra University. Þar kynntist hann leikstjóranum Francis Ford Coppola, sem leikstýrði Guðföður-þríleiknum. 

Eftir nokkur ár þar sem hann lék í lítt þekktum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum fékk hann stóra tækifærið árið 1965 þegar hann lék í tveimur kvikmyndum leikstjórans Howard Hawks: Red Line 7000 og El Dorado. En það var í Guðföðurnum sem Caan skaust endanlega á stjörnuhimininn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant