Lag með fyrrverandi ráðherra og loka Eistnaflugi

Málmur og Gler er það fyrsta sem heyrist frá Blóðmör …
Málmur og Gler er það fyrsta sem heyrist frá Blóðmör eftir þeirra fyrsta breiðskífa, Í Skjóli Syndanna, kom út í fyrra. Ljósmynd/Stefán Ari

Hljómsveitin Blóðmör hefur gefið út nýtt lag að nafni Málmur og Gler, rétt í tæka tíð fyrir tónlistarhátíðina Eistnaflug sem fer fram á Neskaupstað nú um helgina en hljómsveitin spilar á hátíðinnni í tvígang, á viðhafnartónleikum og sem lokaatriði hátíðarinnar.

Málmur og Gler er það fyrsta sem heyrist frá Blóðmör eftir þeirra fyrsta breiðskífa, Í Skjóli Syndanna, kom út í fyrra.

Á laginu heyrist í fyrsta skipti í nýjum trommara sveitarinnar, Kára Haraldssyni, sem nýverið tók við kjuðunum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni.

„Textinn fjallar um uppgjör manns við annað fólk og jafnvel sig sjálfan. Hann fjallar um alla hlutina sem hafa gerst og við getum ekki breytt og hvað þeir þýða fyrir okkur og okkar líf,” segir Haukur Þór Valdimarsson, gítarleikari og forsprakki hljómsveitarinnar, sem semur einnig textana.

Trymbillinn Kári Haraldsson (fyrir miðju) hefur nú gengið til liðs …
Trymbillinn Kári Haraldsson (fyrir miðju) hefur nú gengið til liðs við sveitina. Ljósmynd/Stefán Ari

„Úrvalslið grasrótarsenunnar á Íslandi“

Þá ljær Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, laginu rödd sína sem gestasöngvari en hann ættu margir hverjir að kannast við úr hljómsveitum á borð við HAM og Dr. Spock.

Blóðmör hafa haldið tvenna tónleika í sumar og „fengið úrvalslið grasrótarsenunnar á Íslandi í lið með sér“, segir í tilkynningunni. Þar megi helst nefna hljómsveitirnar Kusk, sigurvegara Músíktilrauna í ár, og Merkúr.

Blóðmör eru áðurnefndir Haukur Þór Valdimarsson og Kári Haraldsson en með þeim er Viktor Árni Veigarsson á bassa og í bakröddum. 

Við vinnslu lagsins sá Dagur Gonzales um upptökur, Arnar Guðjónsson um hljóðblöndun og Friðfinnur Oculus um masteringu.

Lagið má finna á Spotify hér:

Blóðmör (frá vinstri): Viktor Veigarsson á bassa, Haukur Þór Valdimarsson …
Blóðmör (frá vinstri): Viktor Veigarsson á bassa, Haukur Þór Valdimarsson söngvari og gítarleikari og Kári Haraldsson á trommur. Ljósmynd/Stefán Ari
Ljósmynd/Stefán Ari
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler