„Ekkert til að grínast með“

Íris Róbertsdóttir segir mikilvægt að tala um ofbeldi og forvarnarstarf …
Íris Róbertsdóttir segir mikilvægt að tala um ofbeldi og forvarnarstarf gegn ofbeldi allan ársins hring. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir mikilvægt að rætt sé um ofbeldi og forvarnarstarf gegn ofbeldi allan ársins hring, ekki bara í kringum verslunarmannahelgina eða í tengslum við Þjóðhátíð í Eyjum.

Hún segist ekki sjá neitt fyndið við ummæli Ásgeirs Guðmundssonar, stjórnarmanns í Samtökum reykvískra skemmtistaða, um að betra sé að vera í Reykjavík þegar öll fíflin eru farin til Eyja.

Ummælin lét Ásgeir falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en hann er líka einn af skipuleggjendum Innipúkans í Reykjavík.

„Mér finnst bara það skrítið að við tökum nánast bara þessa umræðu, sem samfélag, í kringum verslunarmannahelgina og þar af leiðandi Þjóðhátíð. Við eigum að taka þessa umræðu um ofbeldi og afleiðingar þess allan ársins hring. Það að kalla fólk sem ætlar að ferðast á útihátíð fífl, finnst mér afar sérstakt, við eigum bara að vera komin lengra. Ég veit að þetta á að vera fyndið hjá honum, en mér finnst þetta ekki til að grínast með,“ segir Íris í samtali við mbl.is

Eins og alltaf verður mikið eftirlit á Þjóðhátíð í ár og segir Íris enga útihátíð á Íslandi vera með fleiri eftirlitsmyndavélar, öflugri gæslu eða betri umgjörð. „Þetta skiptir máli. ÍBV vill gera þetta vel og gera allt sem í hægt er til þess að tryggja að allir geti skapað góðar minningar,“ segir Íris.

Borið merki Bleika fílsins síðustu ár

Greint var frá því í vikunni að forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn hafi ákveðið að láta staðar numið eftir tíu ár í Dalnum. Í stað þess kemur forvarnarstarf lögreglunnar, Verum vakandi, og segist Íris vera ánægð með það en mun sakna Bleika Fílsins enda hafa þær sem eru í forsvari fyrir hópinn unnið mikið og óeingjarnt starf og verið miklir brautryðjendur í baráttunni.

Hún hafi borið fyrirliðaband Bleika fílsins undanfarin ár og allt hennar fólk, börn og fullorðnir, og þannig tekið afstöðu gegn ofbeldi.

„Þetta á að vera svona alls staðar. Við eigum að vera öll á þeim stað að við stöndum saman gegn ofbeldi. Alltaf, ekki bara um verslunarmannahelgina,“ segir Íris.

Íris kveðst vera orðin mjög spennt fyrir Þjóðhátíð. „Þjóðhátíðin í Eyjum er einstök upplifun enda elsta menningarhátíð landsins og hvet ég þá sem ekki hafa upplifað hátíðina að mæta í Dalinn,“ segir Íris.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler