Í áfalli yfir að missa myndina

Leikstjórarnir Adil El Arbi og Bilall Fallah
Leikstjórarnir Adil El Arbi og Bilall Fallah AFP

Leikstjórar kvikmyndarinnar Batgirl, Adil El Arbi og Bilall Fallah segjast vera í áfalli yfir að Warner Bros Discovery hafi hætt við að framleiða kvikmyndina.

„Við erum leiðir og í áfalli yfir fréttunum. Við trúum þessu eiginlega ekki enn þá,“ skrifuðu þeir á Instagram. Þeir sögðu að það hafi verið draumi líkast að fá að vinna með stjörnum á borð við Michael Keaton. 

Keaton fer með hlutverkBatman í kvikmyndinni, enLeslieGrace fór með hlutverkBatgirl.BrendanFraser fór með hlutverk illmennisinsFirefly og JK Simmons fór með hlutverkJamesGordon. 

Leslie Grace fór með hlutverk Batgirl í kvikmyndinni sem mun …
Leslie Grace fór með hlutverk Batgirl í kvikmyndinni sem mun aldrei verða sýnd. AFP

Greint var frá því að Warner Bros hafi ákveðið að hætta við útgáfu myndarinnar því hún fékk lélega dóma í prufusýningu. Áætlað er að framleiðsla kvikmyndarinnar hafi kostað um 70 milljónir bandaríkjadala. 

Átti hún að fara í kvikmyndahús seinna á þessu ári og streymisveituna HBO MAX.

View this post on Instagram

A post shared by Adil El Arbi (@adilelarbi)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant