Listrænn metnaður ásamt von um vinsældir

Guðmundur Birgir Halldórsson, Gunnar Lárus Hjálmarsson, Kristján Freyr Halldórsson og …
Guðmundur Birgir Halldórsson, Gunnar Lárus Hjálmarsson, Kristján Freyr Halldórsson og Grímur Atlason skipa hljómsveitina Dr. Gunni.

Hljómsveitin Dr. Gunni virðist nú vera á fullu eftir að hafa gefið út plötu síðasta vetur og sent frá sér lagið Faðir Abraham í sumar.

„Jú jú, eins mikið á fullu og örmarkaður leyfir,“ segir forsprakkinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, einnig þekktur sem Dr. Gunni, þegar Sunnudagsblaðið tekur púlsinn á honum. Spurður um hvort von sé á nýrri plötu frá hljómsveitinni á næsta ári vill hann ekki fullyrða að sú verði raunin þótt sveitin sendi frá sér nýtt efni.

„Það er ekki endilega málið. Við sjáum bara til en við gefum alla vega út ný lög og byrjum á því. Við fylgjum sama munstri og flestir gera. Þar sem maður er fastur í gamalli hugmyndafræði þá er keppikefli að gera plötu en aðferðin að því er að kynna nokkur lög fyrst,“ útskýrir Gunnar og vísar þar til hins breytta umhverfis hjá tónlistarfólki þar sem einfalt er orðið að senda frá sér lög á netinu.

„Já já, það er mjög auðvelt en aftur á móti er mjög erfitt að gera plötu því þá bíður maður mánuðum saman eftir því að fá hana í hendurnar. Ef við tölum um vínylplötu sem er náttúrlega eina útgáfuformið sem meikar sens í dag þótt salan sé brotabrot af því sem áður þekktist.“

„Best að kalla þetta rokk“

Var Gunnar duglegur að semja lög þegar skemmtanahald lá niðri í samkomubanninu? „Ég á ekki feitan lager af lögum. Við viljum helst ekki senda frá okkur lög nema eygja einhverja von um vinsældir en samt má ekki semja lög bara til að reyna að gera vinsæl lög. Þannig að það getur verið dálítið erfitt að finna einhvern milliveg,“ segir Gunnar og bætir við að listrænn metnaður sé á undanhaldi hjá honum en blaðamaður fær á tilfinninguna að slíka yfirlýsingu beri ekki að taka hátíðlega.

„Maður er svo einfaldur að ég hugsa bara um vinsældalistana og útvarpsspilun. Maður er alveg kominn með nóg af listrænum metnaði. Nei nei. Eigum við ekki að segja að þetta sé blanda af listrænum metnaði og von um vinsældir.“

Hvernig skilgreinir doktorinn tónlist hljómsveitarinnar ef mið er tekið af þeim lögum sem nýjust eru og þeim sem kunna að vera á teikniborðinu?

„Það er í raun ekki niðurnjörvað. Sennilega er best að kalla þetta bara rokk enda er það vítt hugtak. Sjálfur er ég nú farinn að hlusta dálítið á djass en á nú ekki von á að það skili sér í músíkinni sem ég bý til.“

Viðtalið við Dr. Gunna í heild sinni er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant