Bubbi og Selma syngja nýja útgáfu af KR-laginu

Bubbi og Selma sungu lagið með yngri iðkendum og leikmönnum …
Bubbi og Selma sungu lagið með yngri iðkendum og leikmönnum meistaraflokka KR í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er rosa ánægður með þetta. Lagið er ógeðslega flott,“ segir Bubbi Morthens tónlistarmaður sem lagði í vikunni lokahönd á nýja útgáfu af KR-laginu svokallaða. Lagið heitir ýmist Við erum KR eða Allir sem einn en hefur gjarnan verið nefnt eitt besta stuðningsmannalag íslenskra íþróttafélaga, ef ekki hið besta.

Nýja útgáfan er að sögn Bubba nútímaleg og geta allir tengt sig við lagið, ekki bara karlkyns fótboltaáhugamenn eins og áður var. Í endurbættu útgáfunni segir í textanum: „Við stöndum saman öll sem eitt“ í stað „Við stöndum saman allir sem einn“ og svo framvegis.

„Nú geta stelpur og strákar í boltanum, hán og trans og fólk í stúkunni verið með,“ segir tónlistarmaðurinn sem segir að langur aðdragandi sé að þessu hjá sér.

„Ég ætlaði alltaf að gera lag fyrir KR-stelpurnar en á þeim tíma sem það var í deiglunni var umræða um jafnréttismál og alls konar aðra hluti ekki komin þangað sem hún er í dag. Þetta hvíldi alltaf dálítið á mér og mér fannst ég ekki hafa staðið mig en svo laust þessu allt í einu niður í hugann á mér: „Við erum svört, við erum hvít, við stöndum saman öll sem eitt.“ Og þar með var vandamálið úr sögunni. En hugsaðu þér, það tók allan þennan tíma.“

Bubbi segir að þungu fargi sé af sér létt. „Lagið var fínt á sínum tíma en það var barn síns tíma. Það þurfti allar þessar breytingar í þjóðfélaginu en ég náði þessu loksins. Nú eiga allir lagið.“

Bubbi kveðst vonast til að lagið hristi upp í mannskapnum.
Bubbi kveðst vonast til að lagið hristi upp í mannskapnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumflutt á sunnudaginn

Guðmundur Óskar Guðmundsson hafði umsjón með endurgerð lagsins og Selma Björnsdóttir var fengin til að syngja á móti Bubba. Í vikunni var stórum hópi KR-inga smalað saman í íþróttahús félagsins til að syngja kór í laginu og taka upp myndband. Stefnt er að því að frumflytja lagið á stórleik KR gegn FH í Bestu deild karla sunnudaginn 28. ágúst næstkomandi.

Bubbi játar því að gengi KR-liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska í sumar en vonast til að lagið hristi upp í mannskapnum. „Lagið er flott á sigurstundum og þegar gengið er gegnum dimma dali. Það mun birta aftur yfir og við komum tvíefld til leiks, bæði í karla- og kvennaboltanum.“

Selma Björnsdóttir segir að það hafi verið ánægjulegt að vera beðin að syngja lagið með Bubba.

„Það var tími til kominn að breyta þessu og vera í nútímanum,“ segir hún. Selma hefur ekki sterka tengingu við KR en fagnar því að geta tengst félaginu með þessum hætti. „Maðurinn minn er mikill KR-ingur og stjúpbörnin eru í íþróttum hjá félaginu. Ég er sjálf nýflutt í Vesturbæinn og það er fallegt að fá svona móttökur fyrst maður er kominn í hverfið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant