Díana prinsessa vissi að hún myndi deyja í bílslysi

Díana prinsessa lést 1997.
Díana prinsessa lést 1997. AFP

Díana prinsessa spáði fyrir því að hún myndi látast í bílslysi tveimur árum áður en hún lést. Díana bað um fund með lögmanni sínum,VictorMishcon 1995 til þess að ræða eitthvað sem var á huga hennar. 

Þetta kemur fram í heimildarþáttaröð um andlát hennar, The Diana Investigations.

Mishcon skrifaði niður punkta á fundi þeirra sem í segir að hún hafi haft sterkar heimildir fyrir því að bílslys yrði sviðsett og að hún myndi annað hvort deyja í því eða slasast.

Þessir punktar hafa verið kallaðir „Mishcon punktarnir“, lögreglan fékk þær svo í hendurnar. Sir Paul Condon tók við þeim og lokaði þær inn í peningaskáp. Þegar hann hætti störfum tók John Stevens við og það var þá sem almenningur fékk að vita að vita af punktunum.

Díana prinsessa lést í ágúst 1997 ásamt maka sínum Dodi Al-Fayed og bílstjóra þeirra Henri Paul. Paul var undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar slysið átti sér stað. Hann var að reyna að komast undan ljósmyndurum sem eltu prinsessuna þegar hann klessti á.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler