Drullað yfir íslensku stelpurnar á samfélagsmiðlum

Sun segir Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur og Anítu Gunnarsdóttur hafa djammað …
Sun segir Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur og Anítu Gunnarsdóttur hafa djammað með Love Island-stjörnunni Davide Sanclimenti. Samsett mynd

Love Island-samfélagið er á hliðinni eftir að tvær íslenskar konur, þær Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Aníta Gunnarsdóttir, sáust stíga upp í leigubíl með öðrum sigurvegara síðustu þáttaraðar Love Island, Davide Sanclimenti.

Matthildur og Aníta hafa fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum þar sem ófögrum orðum er farið um þær á Instagram reikningum þeirra. Þar eru þær spurðar spjörunum út um kvöldið og sakaðar um að eyðileggja samband Davide og kærustu hans, Ekin-Su. „Þú ert dálítill skíthæll er það ekki? Er þetta það sem þú gerir þér til skemmtunar eða fyrir eina mínútu af frægð?“ var skrifað við eina mynd stelpnanna. 

Davide og kærasta hans, Ekin-Su, voru sigurvegarar Love Island þáttaraðarinnar í sumar og hafa þau notið mikilla vinsælda, ekki síður eftir að þau héldu heim frá ástareyjunni. Fram kom á vef Sun, sem greindi fyrst frá atvikinu, að Ekin-Su hafi verið stödd erlendis þegar atvikið átti sér stað. 

Sjálfur hefur Davide sætt mikla gagnrýni á Instagram reikningi sínum þar sem þess er krafist að hann útskýri mál sitt. Fjölmargir reiðir aðdáendur hafa látið ummæli falla um kvöldið, en ekki er vitað hvað átti sér stað og samkvæmt Sun var ekkert sem gaf til kynna að nokkuð ósæmilegt hafi átt sér stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler