Kardimommubær fyrir fullorðna

Björk Guðmundsdóttir sendir frá sér nýja smáskífu.
Björk Guðmundsdóttir sendir frá sér nýja smáskífu.

Fyrstu smáskífu af væntanlegri breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur hefur verið vel tekið, en hún kom út í vikunni. Meðal annars er smáskífan, sem hefur að geyma lagið Atopos, komið á spilunarlista BBC. Í breska blaðinu The Guardian er Atopos lýst svo að lagið sé næstum danslag sem bræði saman tilrauna techno-tónlist og klarínettudynjandi.

Flytjendur lagsins eru auk Bjarkar nýr íslenskur klarinettusextett sem heitir Murmuri. Bassaklarinettu útsetningin er eftir Björk, einnig riþminn í laginu, hann var forritaður af henni og Kasimyn úr indónesísku hljómsveitinni Gabber Modus Operandi.

Viðar Logi Kristinsson leikstýrir myndbandi við lagið sem tekið var upp hér á landi. Listrænir stjórnendur myndbandsins eru Björk og James Merry. Hljóðfæraleikara eru Grímur Helgason, Hilma Kristín Sveinsdóttir, Helga Björg Arnardóttir, Kristín Þóra Pétursdóttir og Rúnar Óskarsson og þau koma fram í myndbandinu auk Bjarkar og Kasimyn úr Gabber Modus Operandi.

Björk segir Atopos góða kynningu á Fossora: „Í laginu spila sex bassa klarinett miklu hraðari riþma en þú heyrir venjulega og svo er djúpur gabber-púls með. Þetta er eins konar Kardimommubær fyrir fullorðna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson