Smekkfullt á fyrsta degi Iceland Airwaves

Röð frá Sæta svíninu náði langt fram á Ingólfstorg á …
Röð frá Sæta svíninu náði langt fram á Ingólfstorg á einum af fyrstu tónleikum gærdagsins. mbl.is/Ari Páll

Fjöldi fólks lagði leið sína niður í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi til þess að sækja fyrsta dag tónlistarhátíðirnar Iceland Airwaves, sem haldin er um helgina.

27 listamenn stigu á stokk á sex tónleikastöðum; listasafni Reykjavíkur, Gamla bíói, Iðnó, Fríkirkjunni, Gauknum og Húrra. Hátíðin hefur ekki hefur verið haldin síðan 2019 og má því áætla að margan tónlistarunnandann hafi þyrst í tónlist, íslenska sem og erlenda. 

Raðir víða báru þess merki en uppselt var á hátíðina. Formleg dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 19:30 í Fríkkirkjunni í Reykjavík með tónleikum Magnúsar Jóhans, píanista og tónskálds.

Gugusar var fyrst á svið á listasafninu.
Gugusar var fyrst á svið á listasafninu. mbl.is/Ari Páll

Ekki leið á löngu þar til ungstirnið Gugusar steig á stokk á listasafni Reykjavíkur og hóf formlega dagskrá á stærsta sviði hátíðarinnar. Á hinum þremur tónleikastöðum hátíðarinnar: Gauknum, Húrra!, og Iðnó var fjölbreytt dagskrá þar sem oft á tíðum var röð út úr dyrum.

Færri komust að en vildu á Gaukinn meðan Færeyingurinn var …
Færri komust að en vildu á Gaukinn meðan Færeyingurinn var að verki. mbl.is/Ari Páll

Fólk sat á kirkjugólfinu

Færri komust að en vildu þegar hinn færeyski poppari Janus Rasmussen kom fram á Gauknum stuttu fyrir klukkan 21. Troðið var á Húrra stuttu áður en sveitin Supersport! steig á svið og meðan tónskáldið Atli Örvarsson lék listir sínar í Fríkirkjunni, og síðar hin heimsfræga jazz/poppstjarna Laufey, var fólk farið að sitja á kirkjugólfinu.

Fólk sat á gólfinu meðan Atli Örvars lék á píanó …
Fólk sat á gólfinu meðan Atli Örvars lék á píanó ásamt strengjakvartett og þegar hin heimsfræga Laufey lék og söng. mbl.is/Ari Páll

Þá var smekkfullt í Gamla Bíói meðan tónskáldið og söngkonan Jófríður Ákadóttir JFDR lék á gítar og söng ásamt bandi og strengjakvartett.

Smekkfullt var í Gamla bíói meðan JFDR lék á gítar …
Smekkfullt var í Gamla bíói meðan JFDR lék á gítar og söng. mbl.is/Ari Páll
mbl.is/Ari Páll

Röð að Ingólfstorgi á off-venue tónleikum

Þrátt fyrir að formleg dagskrá Airwaves hafi aðeins verið á sex tónleikastöðum hafa víða verið óformlegir tónleikar (e. Off-venue) líkt og síðastliðin ár. Eitt slíkt mátti finna á Sæta svíninu í heldur fyrra laginu áður en formleg dagskrá hófst, klukkan 17.

Á tónleikum Sæta svínsins náði röðin vel að Ingólfstorgi þegar mest lét, en þar komui fram þau Jói Pé, áðurnefnd Gugusar, Emmsjé Gauti og rapparinn Birnir. 

Hljómsveitin Supersport! fyllti Húrra.
Hljómsveitin Supersport! fyllti Húrra. mbl.is/Ari Páll
Má áætla að margur tónlistarunnandinn hafi verið spenntur að kíkja …
Má áætla að margur tónlistarunnandinn hafi verið spenntur að kíkja aftur á Iceland Airwaves. mbl.is/Ari Páll
Reykjavíkurdætur trylltu lýðinn á Listasafninu.
Reykjavíkurdætur trylltu lýðinn á Listasafninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gugusar var fyrst á svið á Listasafninu.
Gugusar var fyrst á svið á Listasafninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant