Byrjuðu saman í Verzló og sýna nú leikrit um skólann

Þegar þau Arnór Björnsson og Kolbrún María Másdóttir kynntust í Verzlunarskólanum fyrir nokkrum árum datt eflaust hvorugu þeirra í hug að sex árum síðar myndu þau snúa aftur að leikstýra verki úr þeirra eigin smiðju.

Um er að ræða hið árlega Listóleikrit, þar sem nemendur skólans breyta hátíðarsal skólans í leikhús og annast allt frá leik til búninga- og leikmyndahönnunar undir handleiðslu Listó-nefndarinnar, sem framleiðir sýninguna.

Verkið í ár ber nafnið „Það sem gerist í Verzló“ og er fyrsti frumsamdi farsinn í sögu skólans.

Vinna saman og búa saman

„Ástarsaga aldarinnar,“ gantaðist Arnór þegar blaðamaður mætti niður í Verzlunarskólann þar sem leikritið er sýnt, en hann og Kolbrún kynntust, sem segir, þegar þau voru nemendur við skólann haustið 2016.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og snúa þau nú aftur sem leikstjórar og höfundar. Vinna þau því bæði saman ásamt því að búa saman.

„Nei, mér fannst það ekki,“ sagði Kolbrún þegar hjúin voru spurð hvort þeim þætti ekkert erfitt að leikstýra sem par.

„Kannski er aðal trikkið að reyna að ná að tala um eitthvað annað inn á milli,“ tók Arnór undir.

Þau hafi stundum gerst sek um að halda áfram vinnunni þegar heim var komið eftir langan vinnudag niðri í Verzló.

„Ég held líka að við séum mjög gott teymi. Við erum ekki alltaf sammála, sem er líka bara mjög gott. Við náum þá bara að vinna úr því sem við erum ósammála um,“ sagði þá Kolbrún.

Viðtalið í heild sinni og margt fleira má sjá hér í myndskeiðinu fyrir ofan.

Miða á sýninguna má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant